Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 12
12
konu, tjón og vanvirðu en hvítur hestur dygð-
uga konu, auð og velgengni; haltur hestur
boðar óhapp. Að ríða góðum hesti í hóp
með öðru fólki boðar hamingju; að detta af
baki boðar eignatjón. Að' sjá hest járnaðan,
erfiðleika, mótlæti.
■ Hundar. Að dreyma hund, sem maður
á eða er á heimili manns,boðar trygð og góð
áhrif frá einhverjum, annars leynilega óvini;
ef hundar gelta eða rífa klæði manns boðar
að einhver óvinur gjörir manni skaða eða
eignatjón.
Hús. Að byggja hús boðar þægindi; að
finna hús skjálfa boðar tjón þeim sem á eða
í því búa. Að fiytja í nýtt, þröngt hús boðar
dauða. Að sjá hús það er maður vissi heilt
skemt eða brotið, boðar veikindi eða dauöa.
Höfuðfat. Fyrir ógiptar persónur að
dreyma höfuðfat sett á höfuð sjer boðar skjóta
giptingu; ef það er nýtt og fer vel, merkir
það góöan maka annars hið gagnstæða. Hlátur
boðar hrygð.
í
ís eða snjór hefir á vetrin enga sjerstaka
merkingu í draumi, annars boðar hann góða
uppskeru fyrir bændur en eignamissir fyrir þá
sem í borgum búa, að bera ís eða byggja úr
honum boðar veikindi.