Hlín. - 15.12.1903, Side 21

Hlín. - 15.12.1903, Side 21
Nr. 1. 2. b. Hlín. 16 en drottinn selur sínar gáfur að eins við mannsins svita og fyrirhöfn. Þetta gleymist mönnum. Mér þykir eigi undrun sæta, þótt mönnum heima á íslandi finnist oft lífið súrt í broti og langi til á stundum að bæta kjör sín með þvi að flytja af iandi burt og leita bingað „í sælunnar reit“. Það er eigi skemtilegt á vorin fyrir bændur, þegar frostaköstin koma rétt þegar jörð er orðin auð, gróður er kominn og gras- ið er farið að spretta; að sjá allan gróðurinn svo að segja hverfa á einni nóttu. Það er von þó að ískaldur hrollur fari þá um alt, sem lifandí er. Allir firðir norð- anlands fyllast á vorin með hafísi og af hæstu tindum. má augað eigi eygja út fyrir ísbreiðuna, sem liggur fyr- ir landi, og hríðarbyljir og fannkomur fara yfir landið alt og afmynda hvert holt, hvern hól og hverja þúfu og slétta yíir aliar lautir; og svo þegar þessum ósköpum léttir, veðrið loks er orðið hlýrra, og sólinni hefir loks tekist að þýða klakann og snjóinn, balarnir og túnin eru orðin gróin aftur grænu grasi, þá byrja rigningar að ganga, úðar og óþurkar og helst fram á slátt og enda lengur og gera það lítt mögulegt að hirða heyið. — Og þó, — ef menn heima á íslandi vissu sönn deili á hversu hag- ar í þessu landi, með alla þess kosti og yfirburði, og þrátt fyrir það, að loftslag væri hér hálfu mildara, tíð- in hagstæðari, jörðin auðunnari og gæfi meira af sér en heima, þá finst mér samt að menn, sem annars. geta komist af á Fróni, ættu að hugsa sig tvisvar sinn- um um, áður þeir færu að yfirgefa óðul sín og eignir og flýja hingað. Það fer um menn eins og um plöntur, þær þrífast hvergi eins vel, eins og þar sem þær eiga heima og hafa sprottið. Takið jurt, sem gróið hefir á Fróni, ílytjið hana til annarar heimsálfu, gróðursetjið hana þar, sem ef til vill er miklu frjóvgari jarðvegur og. IL

x

Hlín.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.