Kirkjuritið - 01.01.1945, Blaðsíða 38
Jan'úar.
Hjalti í Fjarðarhorni
Aldarminning-.
Ritsjóri Kirkjurits-
ins hefir beðið mig
að skrifa eitthvað fvr-
ir ritið um föður
minn sál. í tilefni af
því, að á þessu ári
voru liðin 100 ár frá
fæðingu hans, og vil
ég verða við þeim
tilmælum, þó ég
kenni vanmátt minn
til þess.
Faðir minn, Hjalti
Jónsson, var fæddur
að Hrófá í Steingríms-
firði 13. ágúst 1844.
Móðir hans var Val-
gerður Kristjánsdóttir
frá Dunk í Hörðudal i
Dalasýslu, komin af
dugnaðar og myndarfólki, flestu af Vesturlandi. Verð-
ur sú ætt rakin allt til Egils Skallagrímssonar og annara
fornmanna, og er þar margt mætra manna. Faðir lians
var Jón Hjaltason, prófasts Jónssonar að Stað í Stein-
grímsfirði. Var einnig margt greindra og merkra manna
í þeirri ætt, svo sem Jón Hjaltalín skólastjóri og Ásgeii'
Sigurðsson konsúll o. fl.
Faðir minn ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist
með þeim að Haga i Hraunhreppi á Mýrum 10 ára gam-
Hjalti Jónsson.