Kirkjuritið - 01.01.1945, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1945, Blaðsíða 42
36 Hjalti i Fjarðarhorni. Januar. Fyrir þvi bað ég Kristján frá Fjarðarliorni að rita nokkur orð um föður sinn á aldarafmæli lians, að ég tel Hjalta hafa verið einhvern mesta og' einlægasta trúmann, sem ég hefi kynnzt. Og kynni okkar urðu allmikil þau ár, er ég var prestur i Stykkis- hólmi. Fundum bar ekki aðeins sáman við kirkjuna, heldur kom Hjalti til mín í Stykkishólm, og ég gisti hjá honum á húsvitjun- arferðum. Þórhallur biskup hafði sagt mér af honum. En þeirra fyrstu kynni liöfðu orðið i Bjarnarhöfn á yfirreið biskups og liófust svo, að Hjalti fanw að því við biskup, að hann skyldi ekki byrja messuna á réttum tíma. Ræddust þeir fleira við eftir guðsþjón- ustu, og tóksl með þeim vinátta og hréfaskipti. Nefndi biskup Hjalta „Sókrates þeirra í Botnunum“, og bar tvennt til, annað það, live allt andlitsfall Hjalta var líkt myndum af Sókratesi, og liitt spakleg tilsvör hans. Þau fékk ég mörg að heyra. Var ekki unnt annað en að veita Jjeim atliygli, því að Hjatti var seinmæltur og tagði ríka áherztu á livert orð. Hér er titt rúm til að rekja þau. En fáein dæmi má nefna. Frá Fjarðarhorni sér Jítl til sjávar, aðeins innsta hluta of vogi. Hjalti benti mér einu sinni á hann og sagði: „Þarna sérðu Attanz- hafið. Já, ég sé það altt endurspeglast í örfáum öldum“. Annað sinn ræddum við sáman um himinhvelfinguna yfir okkur, leiftrandi i geisladýrð, og bárum saman tign hennar og okkar smæð. „Já, við erum litlir“, sagði lijalti, „en hugur minn hvílist samt við það, að hann, sem hefir skapað allt þetta, er fað- ir minn“. Þegar séra Sigurður Gunnarsson prófastúr fór alfarinn úr Stykikshólmi haustið 1916, kom fjölmargt safnaðarfólk hans saman til að kveðja hann og Hjalti í Fjarðarhorni meðal annara. Voru þá margar ræður fluttar og sumar tangar, eins og géngur og gerist. í samkvæmislok flutti Hjalti styztu ræðuna: „Ég er orðinn gamall og langar til að minna á annan gamlan mann, sem var uppi fyrir mörgum öldum. Líkamsmátturinn vai' þrotinn, svo að hann lét bera sig þangað sem safnaðarfólkið var saman komið. Ég ætla að halda í kvöld sömu ræðuna sem hann hélt. Hún verður ekki flutt of oft: Börn mín. Elskið hvert annað“. Ég man Hjalta síðast í Bjarnarhafnarkirkjugarði. Hann stóð við leiði móður sinnar og signdi það. Sonarástin ljómaði á and- liti hans, svo að það varð fagurl þrá'tt fyrir ófriðleikann. Síðan leit liann upp. Það var aðeins hjúpurinn, sem í jörðinni lá. Iiún sjálf var á himni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.