Kirkjuritið - 01.01.1945, Blaðsíða 17
11
Kirkjuritið. Kirkjan og fmmtíðin.
lífi sími til |)ess að bjarga frelsi og menningu framtíðar-
innar.
Langstærsta siguraflið að stríði loknu mun kristin trú
reynasl. Friðurinn verður aldrei uniíinn, nema trúin á
(uið kærleikans fari eldi um hjörtu þjóðanna og fórn-
fýsi manna verði lieil og sterk. A öllum öldum hefir við-
leitni kirkjunnar hnigið i þá átt, að gera menn hæfa til
að þola og líða fyrir sannleikann. Á tímum neyðarinnar
hefir hún ætið hrotið af sér fjötra deyfðar og lognmollu,
og starf hennar þá reynzt stærst. Hinn mikli og frægi
sagnfræðingur Carlvle kunni að meta álirif kristinnar
kirkju á lífi mannanna og þann þátt, sem hún á i að
skapa heilbrigt líf. I liinu milda verki sínu um stjórnar-
hyltinguna frönsku segir hann á þessa leið: „Kirkja,
hvílíkt orð er það. í því felast meiri auðæfi en í öllum
fjársjóðum veraldarinnar. Ó, lesari, hversu sljór erl þú,
ef slík kirkja liefir aldrei talað til þín um það, sem er
ósegjanlegt um það, sem hefir áhrif og snertir ])að dýpsta
i eðli þínu.“
Ég býst við að segja megi með vissu, að þeir muni
vera fáir innan kristinna þjóðfélaga, sem aldrei hafa
orðið snortnir af boðskapi Krists. Hversu óendanlega
andleg'a sljóvir lilytu ])eir þá ekki að vera. Aðalsmark
kristinnar trúar hefir verið frá ómunatið, að byggja sér
vígi til sóknar «og varnar, jafnvel í hjörtum andstæð-
inga sinna. Sá maður, sem sjaldan sækir helgar tíðir,
jafnvel hann kemst ekki hjá því að fara að lilusta, þegar
ómar kirkjuklukkunnar berast út. Það er vegna þess,
að á hak við þann óm stendur mesti andi, sem lifað hefir
á þessari jörð, .lesús Kristur, sonur Guðs. Það er vegna
þess, að á bak við hann má hlera eins og nið frá strönd
eilifðarinnar og hinna æðstu lífssviða.
Kirkjan mun um alla framtíð halda áfram að snerta
það, sem dýpsl er i hjörtum þjóðanna. Menn, snortnir af
anda og hugsjónum kristindómsins, munu einir reynast
þess megnugir, að semja varanlegan frið þjóða á mill-