Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 44

Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 44
294 KIRKJURITIÐ Hann reyndi hvað eftir annað að vekja móður sína. Hann fór að lokum að óttast myrkrið. Rökkrið var komið fyrir löngu, en enginn hafði kveikt. Hann kom við andlit móður sinnar og furðaði sig á því, að hún skyldi ekki hreyfa sig, og að hún var eins köld eins og veggurinn. „Það er mjög kalt hérna,“ hugsaði hann. Hann stóð stundarkorn og gleymdi að taka höndina af öxl móður sinnar. Svo blés hann á litlu fingurna til þess að hita sér. Hann fálmaði um fletið eftir húfuræksninu sínu og læddist svo hljóðlega út úr kjallaranum. Hann hefði farið fyrr, ef hann hefði ekki verið hræddur við stóra hundinn, sem gelti allan daginn fyrir utan dyr nágrannans við þrepin. Nú var hundurinn farinn, og drengurinn fór út á götu. En sú borg. — Aldrei hafði hann séð neitt þvílíkt. 1 bæn- um, sem hann kom frá, var alltaf koldimmt um nætur, aðeins eitt ljósker fyrir alla götuna. Gluggarnir voru byrgðir í litlu, lágu timburhúsunum. Göturnar voru mann- lausar eftir að fór að dimma. Fólkið lokaði sig inni í húsimum, og hundarnir einir í hundraða og þúsunda tali geltu og ýlfruðu alla nóttina. En honum hafði verið heitt og hann hafði fengið nóg að borða, af því þar .... Ham- ingjan góða. — Ef hann hefði aðeins eitthvað að borða. Og en sá hávaði og skvaldur. En sú birta. En þeir hópar af fólki, — hestar, vagnar. Og kuldinn, nístandi kuldi. — Gufustrókur stóð út frá hestunum, munni þeirra og nös- um. Gegnum skæðadrífuna heyrðust hófaskellir við grjótið. Og hann var svangur. Og hann fer að verkja í finguma. Lögreglumaður gekk fram hjá honum og hann sneri sér undan, til þess að sjá drenginn ekki. Og nú kemur önnur gata. En hvað hún er breið. Hér verður ekki ekið yfir mann. En hvað þetta fólk hleypur, flýtir sér og hefir hátt. Og birtan — svo mikil birta. Og hvað er þetta? Stór gluggi. Og fyrir innan rúðuna tré, svo stórt, nær alveg upp í mæni. Það er jólatré. Og á því eru svo mörg lítil kerti, gullpappír og epli og litlar brúður og hestar, og í stofunni eru börn, svo hrein og vel klædd og hlaupa, leika sér, hlæja og borða

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.