Kirkjuritið - 01.12.1948, Síða 44

Kirkjuritið - 01.12.1948, Síða 44
294 KIRKJURITIÐ Hann reyndi hvað eftir annað að vekja móður sína. Hann fór að lokum að óttast myrkrið. Rökkrið var komið fyrir löngu, en enginn hafði kveikt. Hann kom við andlit móður sinnar og furðaði sig á því, að hún skyldi ekki hreyfa sig, og að hún var eins köld eins og veggurinn. „Það er mjög kalt hérna,“ hugsaði hann. Hann stóð stundarkorn og gleymdi að taka höndina af öxl móður sinnar. Svo blés hann á litlu fingurna til þess að hita sér. Hann fálmaði um fletið eftir húfuræksninu sínu og læddist svo hljóðlega út úr kjallaranum. Hann hefði farið fyrr, ef hann hefði ekki verið hræddur við stóra hundinn, sem gelti allan daginn fyrir utan dyr nágrannans við þrepin. Nú var hundurinn farinn, og drengurinn fór út á götu. En sú borg. — Aldrei hafði hann séð neitt þvílíkt. 1 bæn- um, sem hann kom frá, var alltaf koldimmt um nætur, aðeins eitt ljósker fyrir alla götuna. Gluggarnir voru byrgðir í litlu, lágu timburhúsunum. Göturnar voru mann- lausar eftir að fór að dimma. Fólkið lokaði sig inni í húsimum, og hundarnir einir í hundraða og þúsunda tali geltu og ýlfruðu alla nóttina. En honum hafði verið heitt og hann hafði fengið nóg að borða, af því þar .... Ham- ingjan góða. — Ef hann hefði aðeins eitthvað að borða. Og en sá hávaði og skvaldur. En sú birta. En þeir hópar af fólki, — hestar, vagnar. Og kuldinn, nístandi kuldi. — Gufustrókur stóð út frá hestunum, munni þeirra og nös- um. Gegnum skæðadrífuna heyrðust hófaskellir við grjótið. Og hann var svangur. Og hann fer að verkja í finguma. Lögreglumaður gekk fram hjá honum og hann sneri sér undan, til þess að sjá drenginn ekki. Og nú kemur önnur gata. En hvað hún er breið. Hér verður ekki ekið yfir mann. En hvað þetta fólk hleypur, flýtir sér og hefir hátt. Og birtan — svo mikil birta. Og hvað er þetta? Stór gluggi. Og fyrir innan rúðuna tré, svo stórt, nær alveg upp í mæni. Það er jólatré. Og á því eru svo mörg lítil kerti, gullpappír og epli og litlar brúður og hestar, og í stofunni eru börn, svo hrein og vel klædd og hlaupa, leika sér, hlæja og borða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.