Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 67

Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 67
SAMEINING NORSKU KIRKJUNNAR 317 fyrstu til síðustu bókar í Ritningunni. Hefði honum skil- izt, að Safnaðarháskólinn hefði viðurkennt þetta sjónar- mið í öllu tilliti. Hallesby var samþykkur." Er þeir höfðu gert með sér samkomulag, biskup og Hallesby, var enn eftir að ná til eins manns, sem mikið hafði komið við sögu norskra trúmála. Það var Hope, formaður Kínatrúboðssambandsins. Er honum lýst sem miklum þrekmanni og fjörmanni, og hafði hann átt í ýmsum útistöðum við kirkjunnar menn. En það stóð ekki á því, að Hope yrði með. Honum fylgdi mikill flokkur leikmanna, aðallega vestan fjalls. Það kom brátt í Ijós, hvílíka þýðingu það hafði, að þessir þrír leiðtogar tóku höndum saman. Á afmælis- degi biskupsins komu allmargir menn saman í biskups- garðinum í Osló. Voru það bæði prestar og leikmenn, leiðtogar ýmissa félaga, sem starfað höfðu að kristileg- um málum. Allir biskuparnir, sjö að tölu, voru á fund- inum. Berggrav hélt ræðu, sem birt er í heild í riti hans: „Da Kampen kom.“ Þar lýsti hann hugmyndinni um kristið samráð hinnar norsku kirkju. Það átti ekki að vera stjórn eða stofnun. Ekkert fulltrúaumboð frá félögum eða flokkum. Enginn formaður. Engar ritaðar fundargerðir. Ekkert annað en kristilegur bróðurhugur skyldi vera það vald, er ráðið hefði að baki sér. Hlutverk meðlimanna skyldi vera það, að ráðgast saman um allt, er kirkjuna snerti eða þau mál, er hún bæri fyrir brjósti, og gefa síðan leiðbeiningar út á við. Hver fyrir sig skyldi þá snúa sér til þeirra félaga eða stofnana, er hann hefði aðgang að. Hinn 28. október var haldin samkoma í „Chalmeyer- gatens misjonshus." Hún var lítið auglýst, en þó skipti aðsóknin þúsundum. Þetta átti ekki að vera umræðu- fundur, heldur kristileg samkoma, til uppbyggingar og hvatningar. Hallesby talaði um „Guðs voldugu hönd,“ 21

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.