Kirkjuritið - 01.12.1948, Side 89

Kirkjuritið - 01.12.1948, Side 89
FRÉTTIR, Kirkjudagar. í Hvammssókn, Skarðssókn, Dagverðamessókn voru haldn- ir kirkjudagar á þessu sumri, þar sem safnaðarfólk kom saman til að vinna þegnskaparvinnu við prýkkim kirkna og kirkjugarða. í Hvammssókn var unnið við prýkkun kirkjugarðs, blóma- og trjáreitur kringum kirkjuna stækkaður og kirkjuhús og kirkjugripir fægðir og hreinsaðir. Tré voru gróðursett. í Skarðssókn voru steyptir stöplar í kirkjugarðsgirðingu og tröppur steyptar að kirkjuhúsi. 1 Dagverðamessókn, Stað- arfells- og Garpsdalssókn vom tré gróðursett í kirkjugarða, og fyrirhugað er að fram fari samskonar kirkjudagur í Saur- bæjarsókn. Aldarafmælis Svalbarðskirkju var minnzt með veglegri guðsþjónustu 22. ágúst síðastliðinn. Séra Hálfdan Helgason, prófastur, kom heim aftur í haust úr löngu ferðalagi um Danmörku. í Kaupmannahöfn flutti hann messu fyrir íslendingum, sem þar eiga heima. Prestar stofna slysavarnadeildir. Þrír prestar, séra Einar Sturlaugsson, séra Jón M. Guðjóns- son og séra Þorgrímur Sigurðsson, hafa nýlega stofnað all- margar slysavamadeildir. Utanfarir presta. Séra Guðmundur Sveinsson frá Hvanneyri stimdar nú í vetur framhaldsnám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Séra Sigurður Kristjánsson frá ísafirði mun dveljast í vetur á Englandi og kynna sér kristilegt æskulýðsstarf. Júbílprestur. Séra Friðrik Hallgrímsson, dómprófastur, varð júbílprestur 12. október. Hann gegnir enn prestsstarfi fyrir Holdsveikra- söfnuðinn í Kópavogi, en til þess vígðist hann 12. okt. 1898. Sama vígsludag á séra Sigtryggur Guðlaugsson, prófastur að Núpi í Dýrafirði. Hann fékk lausn frá prestsskap fyrir 10 árum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.