Kirkjuritið - 01.12.1948, Side 98

Kirkjuritið - 01.12.1948, Side 98
MARÍUKIRKJAN I PARÍS (NOTRE DAME DE PARIS) eftir franska stórskáldið VICTOR HUGO er nýkomin út í vandaðri íslenzkri þýðingu eftir BJÖRGÚLF ÓLAFSSON. Maríukirkjan er af mörgum bókmenntafræðingum talin bezta og frægasta skáldsaga hins mikla höfundar, og er þá mikiö sagt. Sagan gerist í París og hefst í stóra salnum í dómhöllinni 6. jan. 1482. Aðalpersónur sögunnar eru Quasimodo (hringjar- inn í Maríukirkjunni), Esmeralda hin fagra og Claude Frollo erkidjákni. Hið dramatíska efni sögunnar, ástríðubálið, þjáning- in, hamingjan, harmleikurinn þyrlast í óteljandi töfrasveigum umhverfis þessar persónur. Erkidjákninn er þegar í stað sannfærður um, að Esmeralda sé verkfæri djöfulsins, galdrakvendi, en hinn prestvígði maður fær ekki staðizt fegurð hennar og yndisþokka og brennur og kvelst allur í logandi ástareldi. 1 þeim eldi fuðrar upp siða- vendni hans og siðgæði allt. En Quasimodo, hringjarinn, van- skapningurinn hræðilegi, öðlast fagra sál, sundurtættur að vísu vegna miskunnarleysis mannlífsins, og hið innra gull skín í gegnum hinn hrjáða og ófagra líkama. Esmeralda hin fagra kveikir eld í hjörtum karlmannanna. Hún er dáð og dýrkuð. Þjáningar og sorg leiðir hún yfir aðra og að lokum er hún dæmd fyrir galdra. Atburðaröð sögunnar er hröð og fjölskrúðug. Stórfengleg frásagnarlist og hárfínar mannlýs- ingar skiptast á. Oft er skammt milli gráts og hláturs. Og há- marki nær ást Quasimodos í lokakafla sögunnar. Miljónir eintaka af Maríukirkjunni hafa verið lesnar upp til agna um víða veröld. Af henni hafa verið gefnar út við- hafnarútgáfur myndum skreyttar og sniðgylltar. Maríukirkjan er jólabók þeirra, sem gefa vilja góðar bækur. H.F. LEIFTUR

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.