Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 12
250 KIRKJURITIÐ Elska Guð og gjör það sem þú vilt, segir Ágústínus kirkjufaðir. Heiðnum forfeðrum vorum þótti mörgum hinn kristni siður veiklegur mjög: að vera vel höltum og blindum og bágstödd- um, ómálga börnum og ellihrumum lýð. En skjótt eftir kristni- tökuna skiptir um, og hjörtun mýkjast. Vígaferlum sögualdar- arinnar tekur að linna. Ritöld og friðaröld rennur upp, fagrar kristilegar bókmenntir verða til og flytja mál kærleikans. Að sönnu auðnast kirkjunni ekki að stöðva styrjöld Sturlunga- aldar. En þó er hún eina valdið, sem heiftar og hatursmenn taka nokkurt tillit til og beygja kné fyrir á deyjanda degi. Krossinn, hið heilaga tákn kærleikans, drúpir yfir blóðgum val. Helgar tíðir eru sungnar í kirkjum landsins, og þangað er griða að leita lífi og sál. Klaustrin opnast þeim, sem þreyttir leita hvíldar undir krossi Krists. Kirkjan tekur að sér framfærslu fátækra og hjálp til handa bágstöddum. í kærleiksskjóli hennar stenzt þjóðin um aldirnar lífsraun sína, hörmungar elds og ísa, hungurs, drepsótta og erlendrar áþjánar. Kærleiksboðskapur krossins hljómar frá hörpu Hallgríms og annarra skálda og spámanna. Og allir helztu brautryðjendurnir að frelsi og far- sæld íslands eiga kærleikseld kristindómsins í hjarta. En bezt hefir varðveitzt allt frá öndverðu kærleiki kirkjunnar við arin heimilanna. Þar hafa mæðurnar reynzt æðstu prestar hennar og biskupar. Þær hafa kennt oss að skilja, að kirkjan er móðir vor. Ég veit, að þú munir, bróðir, á þessari stundu hugsa til móð- ur þinnar, er var fædd þennan dag, þegar sólin rís hæst á him- inboganum, en þú misstir 3 missera gamall. Ég veit, að þú þakkar henni nú móðurást og umhyggju og fyrirbænir, minn- ugur þess, að hún lét líf sitt að fórn. Vil ég í þessu sambandi minna á orð Páls postula í bréfi hans til Tímóteusar: „Ég rifja upp fyrir mér hina hræsnislausu trú þína, er fyrst bjó í henni Lóis ömu þinni, og ég er sannfærður um að líka býr í þér. Fyrir þá sök minni ég þig á að glæða hjá þér náðargjöf Guðs, sem í þér býr fyrir yfirlagning handa minna.“ Lát sonarþökk þína til móður þinnar benda þér til þeirrar móður, sem er æðst allra mæðra, kirkjunnar, og krefst þess af þér, að þú verðir henni í öllum greinum góður og trúr sonur, sem hún þrái hverja stund að leggja blessun yfir. Flyt boð- skap hennar, boðskap kærleikans með starfi þínu og öllu lífi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.