Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 20
PISTLAR Helgistundir. í sænska útvarpinu eru tvær helgistundir á hverjum morgni. Önnur miðuð við þá, sem rísa fyrst úr rekkju, hin þegar fólk er almennt komið til vinnu. Ég hefi sannar sagnir af því, að mjög almennt er hlustað á þessa dagskrárliði. Engu síður af því fólki, sem fer mjög sjaldan eða aldrei í kirkju. En tíðasókn í Svíþjóð er ekki betri en hérlendis. Hitt veit ég ekki með neinni vissu, hversu almennt er hlustað á „morgunbænirnar“ í íslenzka útvarpinu. Öll líkindi benda til þess, að það sé talsvert minna. Ein orsökin er sú, að vér erum svo morgunsvæfir, íslendingar, að mikill hluti þjóðarinnar hefir ekki losað blundinn, þegar þær eru lesnar. Ég held þó, að menn vilji halda þeim, og kæmi ekki á óvart, þótt ýmsir vildu auka þennan þátt á einhvern hátt, þegar frá líður. Mörgum mun verða æ ljósara, að helgiaugnablik dagsins, sem fyrir fáum árum voru talin einna sjálfsögðust og þýðingar- mest, en hafa nú um skeið sópazt burtu með flóði tímans, þurfa að vinnast aftur. Ég á við, að eldri kynslóðin las að minnsta kosti morgun- og kvöldbænir, — hver með sjálfum sér. En þar að auki voru lesnir húslestrar á öllum þorra heimila mikinn hluta ársins. Ég hefi reynslu fyrir því, bæði sem áheyrandi og lesandi, að húslestrarnir voru ákaflega mikilsverðir, þrátt fyrir það, þótt „lestrar" og lesarar væru upp og ofan eins og gengur. Um gildi bænanna ætti ekki að þurfa að ræða. Meðan nokkur trú er til á lifandi Guð, hlýtur bænin að vera sjálfsögð. Og samt verður ekki hjá því komizt, að vaninn ráði miklu um hana eins og öðru í lífi voru. Hér verður aðeins nefnt tvennt, sem mér virðist mikil þörf á að bætt verði úr í þessum málum. Hið fyrra er, að ég teldi æskilegt, að Útvarpið hefði tveggja—fimm mín- útna helgistund á hverju kvöldi á hentugum tíma. Mætti hún vera með mismunandi hætti. Stundum aðeins sunginn sálmur,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.