Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 259 önnur kvöldbænir, enn önnur örstutt hugleiðing. Og auðvitað gæti þetta allt farið saman á stundum. Tíminn einn væri ákveð- inn og afmarkaður. Landshættir og venjur hafa valdið því, að vér íslendingar erum hneigðari til að gera bænir vorar að kveldi en að morgni, og raunar undarlegt, að þessi útvarpsliður hefir ekki tíðkazt frá upphafi. Lestur Passíusálmanna á föstunni sannar, að hægur vandi er að koma honum við. Líka skárra, ef vér værum orðin í svo miklu tímahraki, að vér gætum ekki helgað sameiginlega 2—5 mínútur hugleiðingu um samband vort við Guð, áður en vér tökum á oss náðir. Eða hefðum síður efni á því en forfeður vorir? ... Þörfin vor flestra er þó meiri. Því flestum þeirra var sambýlið við náttúruna miklu meiri guð- fræðari en innisetan og daglegur skarkali er oss nú f jölmörgum. í öðru lagi ætti að gefa alltaf öðru hvoru út litlar bækur með daglegum hugleiðingum, þ. e. ritningargreinum, örstuttri „út- legging“ og sálmversum. Sigurbjöm biskup Einarsson gat þess í æviágripi sínu á vígsludegi, hvað „Daglegt ljós“ hefði verið móður hans mikilsvert. Dagbókin mín eftir Valgerði biskupsfrú var mörgum líka kær. Hver tími krefst síns forms og framsetn- ingar í þessum efnum. En hér er eyða í okkar bókaútgáfu og ósvalað vissri lestrarþörf. Engin ástæða er til að láta öllu leng- ur dragast að ráða bót á því. Ef til vill gæti Prestafélagið haft forgöngu í málinu. Eða einhver framtakssamur útgefandi. Fallega gerð bók og vel samin, sem helguð væri þessum til- gangi, að skapa mönnum fárra mínútna helgistund daglega, mundi víða vera vel þegin. Listamennirnir og kirkjurnar. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu margar kirkjur erlendis, einkum kaþólskar, eru skreyttar miklum listaverkum, bæði höggmyndum og málverkum. Er þar að finna margt það, sem mestu snillingar aldanna hafa hvað bezt gert á þessum sviðum. íslenzkar kirkjur hafa fyrr og síðar átt fátt slíkra muna, og sérstaklega af innlendum uppruna, sem vonlegt er. Einstaka pré- dikunarstól, altaristöflur og altarisklæði er helzt um að ræða af þessu tagi, og sumt af því nú á Þjóðminjasafninu. Það er líka fyrst á þessari öld, sem komið hafa upp hópar íslenzkra listamanna í þeim greinum, sem hér um ræðir, menn sem helga sig listinni og eru til þess styrktir af ríkinu. Þess vegna mætti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.