Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 275
föður, og hin þakkláta minning geymist hjá fóstursyninum,
Sigurði Birkis söngmálastjóra, konu hans og heimili.
Ég bið blessunar frú Steinunni, niðjum öllum, frændum og
vinum, og árna systur hans allra heilla.
Tryggur vinur er kvaddur af stéttarbræðrum, og þá hugsa
ég um indælar stundir í félagi fyrrverandi sóknarpresta. Séra
Vlihjálmur var einn af stofnendum félagsins, og var þar á
hverjum fundi og gladdi bræður og vini með sönnu ljúflyndi.
Þegar ég minnist séra Vilhjálms, sé ég ævi hans og starf í
Ijósi þessara heilögu orða: „En þú, Guðs maður, stunda réttlæti,
guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð."
Bj. J.
Guðrækinn maður kvartaði eitt sinn við fræðimann á þessa leið:
.»Ég hefi nú lengi lagt mig í líma við að þjóna Guði, og finn þó ekki
að mér fari neitt fram. Ég er enn næsta fávís og hversdagslegur mað-
ur eins og áður“.
Fræðimaðurinn svaraði: „Þú hefir samt öðlazt skilning á því, að þú
ert fávís og hversdagslegur, og það er vissulega mikill ávinningur".
Gyöingasögur.
Rabbi Moshe Leib gaf einu sinni draslara eina peninginn, sem hann
átti í eigu sinni. Lærisveinar hans fundu að þessu, en hann svaraði:
..■á ég að vera vandari í þessum efnum en Guð, sem gaf mér pening-
inn?“
Gyðingasögur.
Þögnin er varnargarður vizkunnar.
Kastaðu ekki steinum í drykkjarbrunn þinn.
Sannleikurinn hvílir þungt á herðum, því vilja fáir bera hann.
Þann, sem mennirnir elska, elskar Guð.
Ekki skortir slátrarana, þegar búið er fella uxann.
Sólin sezt án þinnar hjálpar.
Jerúsalem var lögð í rústir sakir þess, að uppfræðsla æskunnar var
vanrækt.
Of margir skipstjórar sökkva skipinu.
GyÖingleg orötök.