Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 49
Erlendar frrltir.
Stofnaö hefir ve?ið félag í Israel í þeim tilgangi að efla skilning
manna á hinurn ýmsu trúarbrögöum. —• Einkunnarorð þess eru
orð Hillels: Gjörðu ekki náunga þínum það, sem þér er í móti.
I ávarpi stjórnarformannsins, Benjamíns Mazars, rektors Hebreska
háskólans, segir, að hvergi gæti þess meira en í ísrael, hvaða áhrif
trúarskoðanir manna geti haft á samskipti þeirra, enda séu þar þeir
staðir, sem helgastir eru í augum óteljandi manna um víða veröld.
Og margs konar musteri dreifð um landið allt. Markmiðið er m. a.
að efla skilning og umburðarlyndi þeirra, sem hafa frábrugðnar trú-
arskoðanir, og varna því, að nokkur gjaldi trúar sinnar eða sé særð-
ur og vanvirtur hennar vegna. Auka þekkingu manna á hinum mis-
uiunandi trúarbrögðum og veita um þau sem bezta fræðslu. Ætlun-
)n líka sú að efna til slíkra samtaka um heim allan.
Mótmœlendur og raunar kristnir menn yfirleitt eiga nú örðugt
uppdráttar i Kína. Sagt er, að nú séu aðeins 12 kirkjur opnar til guðs-
Þjónustuhalds í Shanghai í stað meira en 200 áður. 1 öllu ríkinu eru
á að gizka 903,805 mótmælendur. Margvíslegar hömlur eru á kristilegu
starfi og kristiiegri fræðslu. Margir játa þó kristna trú af mikilli djörf-
ung, og sýna næstum ótrúlegt þrek í baráttunni fyrir henni.
■Dr. Frank Laubach, víðfrægur amerískur trúboði og rithöfundur,
staðhæfir, að verði kristnu trúboði og kristnu menningarstarfi ekki
betur ágengt en nú er í Afríku og Asíu, muni andtrúarleg stefna ráða
Par almennt ríkjum eftir 5—10 ár.
Eymdin sé nú allsráðandi í þessum löndum, og bæti „kristnir"
menn ekki úr henni, en haldi sjálfir áfram að lifa góðu lífi, og þrælka
..hina innfæddu" eins og t. d. í Suður-Afríku — hefjist senn bylting,
sem Evrópumenn fái ekki bælt niður. Nú er ekki spurt um „orðið“
heldur „breytnina" —■ bróðurkærleika í verki. Aðrir trúboðar en þeir,
sem koma til að hjálpa hinum nauðstöddu —- eigi ekkert erindi í þessi
iond eins og sakir standi.
líEnginn skyldi skáldin styggja". Þorpskirkjan í Landshut, nálægt
vlunchen, hefur nýlega verið endurreist. Listamaðurinn Max Lacher,
sem varð fyrir ofsóknum Nazista á sínum tíma hefur gert myndirnar
korglugganum Eru þær af heilögum Kastulusi og böðlum hans.
tr?/,u®paurinn. sem hrindir dýrðlingnum á brennandi bál, ber mynd
i.tlers. Tveir kvalarar aðrir, sem grafa Kastulus lifandi, eru með
vip Görings og Göbbels. — Má ætla að þetta haldi minningu hermdar-
erka-„foringjanna“ lengi á lofti.