Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 46
Imilcndar frciíir Séra Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki andaðist 30. júní. Hans verður minnst síðar. Séra Birgir Snœbjörnsson á Æsustööum hefur fengið veitingu fyrir Laufásprestakalli. Var hann löglega kosinn. Frá Húsavíkursöfnuöi. Turn Húsavíkurkirkju hefir hlotið gagn- gera aðgerð. Um lóð kirkjunnar hefir verið sett ný girðing á tvo vegu, og mjög til vandað. Lóðin hefir verið sléttuð og lögð út í gang- stíga og gróðurreiti fyrir blóm og tré, og hefir þegar mikil gróður- setning átt sér stað. öll þessi vinna, þ. e útlagningin (Arnviður) og gróðursetning og umhirða (Sigurður Gunnarsson) hefir verið unn- in ókeypis. Hér má vænta fagurrar vinjar fyrr en varir. Kirkjuhlaðið hefir verið hellulagt og allt til bakdyra. Grasbeðin tvö fyrir framan kirkjuna verða sumarblómareitir, þegar búfé hættir að vera á rölti um bæinn. Verið er að ljúka við vatnslögn í kirkjuna og snyrtiklefa í kjallara, þar sem áður var upphitunartæki Önnur af tveim ákvörðunum, er sóknarnefndinni þótti rétt að gera i sambandi við 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar, var sú, að stofna skyldi Æskulýðsfélag Húsavíkurkirkju. Lengi hefir verið til þess fundið, að þetta bar að gera. Skilningurinn á nauðsyn þess, að kirkj- an starfi með ungmennunum eftir fermingaraldur, er nú að ná tök- um um allt land., Það, sem þegar hefir verið skipulagt og unnið, virðist hafa gefizt vel. Það kemur í ljós, sem ýmsir höfðu efað, að margt ungt fólk vill gjarna hlíta þannig leiðbeiningum kirkju sinnar og starfa fyrir hana — kærir sig ekki um, þótt freistandi sé, að gefa sig á vald taumleysi aldarfarsins, sem vaðið hefir uppi um skeið og siðiaus gróðahyggja í mörgum myndum elur á af öllum kröftum. Æskulýðsfélag Húsavíkurkirkju var stofnað síðastl. 8. febr. Sex- tán af ungmennum þeim, er séra Lárus Halldórsson fermdi hér s. 1. vor, gáfu sig fram til félagsstofnunarinnar. Meiri hluti þeirra hef- ir síðan komið á heimili sóknarprestsins hálfsmánaðarlega, stutta stund í einu, og rætt frjálslega um trúarleg og kirkjuleg efni. Auk þess hafa ungmennin notið tilsagnar í ljósmyndagerð hjá Óla P- Kristjánssyni og í bastföndri (körfugerð) hjá frú Ástu Jónsdóttur. Félagið fer hægt af stað, enda viðhlítandi aðstaða til slíkra félags- starfa ekki ennþá fyrir hendi. Von um aðstöðu er fyrst um sinn bundin við hið nýja barnaskólahús. Fullnaðarlausnin er engin önnur en sú, að söfnuðurinn eignist — og það sem allra fyrst — sitt eigið samkomuhús, eða a. m. k. samkomusal, fyrir æskulýðsstarf, söngæf- ingar, barnaspurningar, smærri samkomur, fundi o. s. frv. Söfnuðin-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.