Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 26
Kristsfrœði Kristin kirkja trúir á Krist. Hún gerir það samkvæmt orðum hans sjálfs: ,:Trúið á Guð, og trúið á mig,“ Jóhs. 14,1. Smbr. Matt. 18,6: „En hver, sem hneykslar einn af þessum smæl- ingjum, sem á mig trúa, betra væri honum, að stór kvarnar- steinn væri hengdur um háls honum og honum væri sökkt í sjávardjúpið." Trú:n á Krist er víða játuð í Nýja testamentinu. Tómas sagði við Jesúm: „Drottinn minn og Guð minn“ (Jóhs. 20, 28). Jesús svarar Tómasi: „Af því að þú hefur séð mig, hefur þú trúað. Sælir eru þeir, sem sáu ekki og trúðu þó.“ Þannig hefur kirkjan játað trúna frá upphafi vega. Plinius, skattlandsstjóri í Biþyníu, gerði rannsókn á átrúnaði kristinna manna og komst að því, að þeir syngju Kristi víxlsöngva „eins og guði“ („quasi deo“); þetta var um 110 e. Kr. Helgisiðir krist- inna manna frá upphafi bera þess vitni, að hann var þeim guð; þeir ákölluðu hann. Kirkjan hefir alltaf staðið á verði gegn kenningum þeirra, sem draga vildu úr trúnni á guðdóm Krists. Þeir hafa alltaf verið og verða víst ávallt einhverjir, sem geta ekki sætt sig við þetta, að maður, sem lifað hefir á jörðu, sé tilbeðinn sem guð. En kirkjan gerði játningar söfnuðunum til leiðbeiningar í þess- um efnum. Einhver allra skýrasta játningin er Níkeujátningin frá 325 e. Kr„ þar sem játuð er trúin á Guð föður „og á einn Drottin, Jesúm Krist, eingetinn son Guðs og fædd- an af Föðurnum fyrir allar aldir, Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði, fæddan, ekki skapaðan, af sömu veru og Faðirinn, sem allt er skapað fyrir.“ Siðbótin hefir staðfest þessa játningu, m. a. með orðum Lúth- ers í fræðunum: „Ég trúi, að Jesús Kristur, sannur Guð, fædd- ur af Föðurnum frá eilífð, og sömuleiðis sannur maður, fæddur af Maríu mey, sé minn Drottinn ..

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.