Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 30
268 KIRKJURITIÐ Guðs, heldur tegund lífs, guðdómlegt líf, guðdómlegan mann, höfnuðu sumir fylgjendur hans því orðalagi; þar á meðal Kra- rup. Slíkt er miklu nær sannleikanum; en auðvitað er það ekki heldur rétt notkun á nafnorðinu ,,guðdómur“, sem nýguðfræðin hefir. * W. A. Brown, prófessor við Union Theological Seminary, New York, þótti það merkur guðfræðingur, þótt ekki væri lúthersk- ur, heldur presbyteríani, að nefnd bók hans var gerð að kennslu- bók í guðfræði við Háskóla íslands. Bókin er einkar skýr og greinargóð. Þarf enginn að vera í óvissu um það, hvað átt sé við. Hann fylgir Ritschl, þótt hann sé ekki sammála honum í öllu. Hann talar mikið um Jesúm sögunnar eins og Ritschlstefnan. Með því er ekki átt við Biblíuguðfræði, heldur hitt, að hafna skuli hugsjónastefnu, sem hefir engan grundvöll í veruleikan- um, en halda sig við söguna (hina objektivu opinberun). Hann tileinkar Jesú guðdómlegt gildi (gildismatsguðfræði), þ. e. Krist- ur komi að sama gagni og Guð, „því að Guð, eins og hann er þekktur í trúarbrögðunum, táknar einmitt þenna virka mátt til að hjálpa og frelsa“. Útkoman er hin sama og hjá Ritschlstefn- unni almennt: ekki Guð, heldur guðlegur maður. „Hinir sið- ferðilegu eiginleikar og áhrif, sem Jesús treysti á í starfi sínu á jörðu, reynast vera þau, sem bera mest guðleg einkenni; og sönnunin fyrir sérstöðu hans kemur síður fram í hæfileikum hans til að beita yfirnáttúrlegum meðulum, sem meðbræður hans höfðu ekki til umráða, en í því, hve mjög hann sýndi, að hann réð yfir siðferðilegum og andlegum áhrifum, sem hið dýpsta hjá mönnum svarar. í Jesú heyrum vér raust Guðs tala til samvizku vorrar eins og hvergi ella í sögunni, og vér reyn- um siðferðilega og andlega ummyndun við það að lúta honum, sem verður ekki skýrð með öðru en Guði. Þetta er ástæðan fyrir því, að vér tileinkum honum guðdómlegt gildi (give him a divine significance), sem vér bindum ekki við aðra menn.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.