Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 47
KIRKJURITIÐ 285 um er í lófa lagið að leysa þetta mál, ef skilningur og áhugi eru fyr- ir hendi. Mörg ár eru síðan Páll Isólfsson hreyfði því fyrst, að hin veglega Húsavikurkirkja ætti að hafa pípuorgel, og hefir síðan öðru hvoru áréttað þá skoðun sína. Hið ágæta harmóníum, sem eldri Þrymur gaf fyrir rúmri hálfri öld, stendur sig enn vel, einkum eftir nýlega að- gerð, en fer nú samt sennilega að gefa sig úr þessu. Sóknarprestur um pípuorgel í Húsavíkurkirkju væri óheppileg. Þeim kirkjum hér hefir fram að þessu ekki vitað nein rök l'yrir því, að hugmyndin á landi fjölgar ört — og þótt smærri séu en okkar kirkja —, sem pípuorgel eru sett í, og hefir áhugi manna um þetta hvarvetna lýst sér í rausnarlegum frjálsum framlögum. Svo virðist, að orgel þessi reynist vel og ánægjulega — og miklu betur en Hammond-orgelin (raf-orgelin), sem sumar kirkjur (Akureyri, Isafjörður) fengu fyrir allmörgum árum. Skriður komst á þetta mál hjá okkur, er tvenn syst- kini „frá Túnsbergi" stofnuðu sjóð á vígsluafmæli kirkjunnar, að upphæð kr. 10000,00, í þeim tilgangi, að pípuorgelið yrði keypt i kirkj- una. Sjóðnum hafa siðan borizt þessar gjafir: Frá séra Stefáni Snæ- varr, Völlum, Svarfaðardal kr. 300,00, frá Jóni H. Þorbergssyni, Laxa- mýri kr. 500,00, frá Einari Sörenssyni, Húsavik kr. 500,00, frá Arn- fríði Karlsdóttur, Húsavik kr. 100,00, frá Soffíu Lilliendahl, nú á Ak- ureyri kr. 100,00, og frá Benedikt Þ. Jónssyni, Húsavík (til minningar um fósturmóður sína, Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur) kr. 1000,00. Sjóðurinn er nú kr. 13347,38. —- Fr. A. Fr. Prentvillur. 1 síðasta hefti stendur á bls. 160 11.1. a. o. ósjaldan fyrir sjáldan og bls. 178 12.1. a. n. 6 í stað 16. Styrktarsjóður munaSarlausra barna 1. jan. 1959. 1 sjóði frá fyrra ári ................................ kr. 19922,64 Innkomnar minnnigargjafir og áheit ................... — 1980,00 Vextir af sparisjóðsinnstæðu ......................... — 1304,23 Kr. 23206,87 Sparisjóðsbók nr. 53125 í Búnaðarbanka Islands, fylgiskjöl, minn- ingarspjöld, kvittanahefti og reikningar frá stofndegi eru hjá undir- rituðum. Þorkell Kristjánsson, barnaverndarfulltrúi, Barmahlíð 10, Reykjavík. Endurskoðandi: Ástvaldur Magnússon, Álfheimum 19. Aðalfundur Kirkjukórasambands Islands var haldinn fimmtudag- inn 25. júní s. 1. á heimili söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Sigurðar Birkis, Barmahlíð 45, Reykjavík. Mættir voru fulltrúar frá 12 kirkju- kórasamböndum víðsvegar af landinu. Fundarstjóri var kjörinn séra Þorsteinn B. Gislason prófastur í Steinnesi og fundarskrifarar þeir Baldur Pálmason útvarpsfulltrúi og Jón Isleifsson organleikari. Formaður Kirkjukórasambandsins Sigurður Birkis, söngmálastjóri, flutti skýrslu um liðið starfsár. Hann gat þess að sex kirkjukórar hafi verið stofnaðir á starfsárinu og væru þeir nú orðnir um 200

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.