Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 36
274 KIRKJURITIÐ
veittur Staðastaður vorið 1901. Þegar ég hugsa um þessi orð:
„Helgi Drottins dagur,
dýrðarsunna þín,
eins og guðdóms ásján
upprennandi skín“,
sé ég í ljósi minninganna fagran sunnudag. Ég kom að Staða-
stað, og var við messu hjá séra Vilhjálmi. Hlustaði ég á hrein-
an boðskap trúarinnar, og man hin brosandi andlit kirkjugest-
anna. Minnist ég með gleði stundarinnar á gestrisnisheimili
prestshjónanna. Þetta var í ágúst 1911. En á næsta vori varð
séra Vilhjálmur enn að sækja um lausn frá embætti, og flutti
til Reykjavíkur. Starfaði hann þar við Landsbankann og síðar
við Söfnunarsjóðinn, sem séra Eiríkur Briem stofnaði 1886,
og stjórnaði í 35 ár. En 1912 hóf séra Vilhjálmur starf við sjóð-
inn, og tók við forstöðu hans 1921 og gegndi því starfi í 35 ár.
Það áttu margir skipti við hann á þeim stað og muna festu
hans og hógværð. Með trúmennsku og kostgæfni gekk hann að
störfum, og drenglundað dagfar stjórnaðist af göfugu hugar-
fari.
Séra Vilhjálmur var aðalhvatamaður að stofnun Kristnisjóðs
íslands, og á 50 ára hjúskaparafmæli sínu stofnuðu þau hjón-
in Fæðingargjafasjóð íslands. Eru báðir þessir sjóðir í vörzlu
biskups.
Skyldi séra Vilhjálmur hafa gleymt sínu fyrra starfi? Nei.
Vináttuböndin slitnuðu ekki. Séra Vilhjálmur var í sóknum
þeim, er hann þjónaði, andlegur leiðtogi, og jafnframt með lífi
og sál í öllum framfara- og menningarmálum héraðanna. Þótt
hann lifði nær hálfa öld eftir að hann lét af prestsskap, rofn-
uðu aldrei tengsl hans við sóknarbörnin. Hann var þeim alla
ævi hollur ráðgjafi og vinur.
Ég nefndi hátíðisdaginn 19. apríl 1894. Þá var séra Vilhjálmi
gefin dýrmæt gjöf, er hann kvæntist elskulegri konu sinni, frú
Steinunni Pétursdóttur. Þeirri gjöf hefir fylgt hin ríka blessun.
Guð hefir vel fyrir öllu séð, og blessunin hefir náð til barn-
anna, og hjá þeim sameinast minningarnar þakklæti, er kvadd-
ur er hjartkær faðir og fósturfaðir. Börnin þrjú, Eggert verk-
fræðingur, Gunnlaug kona Bjarna Guðmundssonar blaðafull-
trúa og Unnur teiknikennari blessa minningu hins elskulega