Kirkjuritið - 01.02.1963, Qupperneq 4
50
KIRKJURITID
allra heldur að meta slíkt, og þó er hvort tveggja furðu auð-
velt hjá liinu að segja það og meta það, sem er stórt og satt,
svo stórt, að það liefur ráð á því að vera einfalt, svo satt, að
það skiptir engu eða minnstu, hvernig það er orðað.
Hið snjalla orð, víst máttu vera þakklátur fyrir það, fyrir
allt, sem rís upp úr flaumnum og flatneskjunni, froðunni og
flaprinu, það lyftir og gleður, og auðgar ef það er göfugt. En
stundum fannstu að það hjálpaði ekki. Þá var það hið góða
orð, sem þú þurftir, skipti engu, hvernig það var húið. Þú
lézl þig litlu varða, hvernig vinur þinn komst að orði, þegar
þér reið mest á að finna hann og fá hjálp hjá honum. Stund-
um gat eitt já eða eitt nei verið þér meira virði en allar
lieimsins hókmenntir. Og ekki var það út af fyrir sig orðfærið
hjá lienni mömmu þinni, sem gerði þér bezt, þegar þú eign-
aðist mest hjá henni. Eða orðið, sem birti þér þá ást, sem þú
þráðir, var það snjallt, var það skáldlegt, frumlegt, liáfleygt?
Það skiptir þig engu, það er lífs þíns ljóðaljóð, livernig sem
það kom. Hugsaðu þér að einhver hefði líf þitt á valdi sínu
og þú biðir eftir því orði af vörum hans, sem örlög þín, líf eða
dauði, yltu á, hann fer með snjalla stöku, það snertir þig
ekki, nema þá sem ögrun, liann rekur upp úr sér langloku um
kenningar frægra manna, tilgátur um heiminn og lífið og dauð-
ann og liver veit livað, livað kemur þér það við? Það er eitt,
sem þú væntir eftir, eitt einfalt, persónulegt orð, sem þú bíð-
ur eftir og allt veltur á. Og fanginn, sem væntir lausnar, sjúkl-
ingurinn, sem bíður eftir úrskurði um mein sitt, þeir spyrja
livorugur um spaklegt orðalag né vangaveltur um ópersónu-
legar ráðgátur, þeir biðja um lausnarorSiS eina.
1 öllum slíkum tilfellum sem Jiessum er það tvennt, sem
ræður úrslitum um áheyrn þína og eftirtekt: Þú ert í aðstöðu
sem er alvara, þú átt við einhvern að skipta, sem þú átt allt
undir, eins og á stendur. Og alveg á hliðstæðan liátt er
það tvennt, sem sker úr um það, livort liin sterku, einföldu orð
gamla kristindómsins þíns merkja nokkuð verulegt, þegar þú
lieyrir þau, eða livort þú gefur yfirleitt um að heyra þau, og
það er þetta, hvernig þú metur aðstöðu þína í lífinu og hvort
þú tekur það gilt eða metur það ógilt, að Guð, sjálfur Guð,
eigi erindi við þig í alvöru.