Kirkjuritið - 01.02.1963, Síða 22
Gunnar Árnason:
Pistlar
Kirkjan verSur aS herSa sóknina
Á fundi, sem haldinn var í Englandi ekki alls fyrir löngu
uni afstöðu ríkis og kirkju, lét Michael Hollis, fyrrverandi
biskup í Madras og yfirbiskup í Suður-Indlandi, orð falla á
þá leið, að England væri ekki lengur kristið ríki. Svo ríka
taldi hann veraldarhyggjuna í þjóðlífinu og áberandi tóm-
lætið um boðskap ICrists.
Þessi skorinorða yfirlýsing hlýtur að stjaka ögn við oss og
knýja oss til að líta í eigin barm. Englendingar hafa fram að
Jiessu verið taldir með kristnustu þjóðum, en vér rétt í meðal-
lagi.
Ég skal engan dóm á Jiað leggja, hvort þeim hefur hrakað
svo, að vér séum farnir að skáka þeim á þessu sviði. En óvenju
miklar umræður hafa orðið hér undanfarið, hæði manna á
milli og á opinberum vettvangi, um kirkju og kristindóm.
Er gott til jiess að vita. Háreystin er meira lífsmerki en steins-
hljóðið. Og sem betur fer mun sannast sagt áhugi manna á
trúmálum vera miklu meiri, en venjulega er almennt talið.
En tvennt verð ég að nefna, þótt leitt sé, sem komið hefur
m. a. upp úr kafinu.
Hið fyrra, að það er óneitanlega umdeilt í voru landi sem
annars staðar í heiminum, livort nokkur Guð sé til. Hitt, að
líka er dregið í efa af lærðum og leikum að vér höfum nokkra
sál, livað' Jiá að hún sé jiess eðlis að hiin eigi ódauðleika í
vændum.
Mér er Jietta livorki undrunarefni né hneykslunarhella.
Sh'kt hlýtur að liggja í lilutarins eðli á meðan trúin er réttilega
skýrgreind á þann veg, að hún sé „fullvissa um J>að, sem menn
vona, sannfæring um þá liluti, sem ekki er auðið að sjá“.