Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 39

Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 39
KIRKJURITIÐ 85 °g pöntun á kirkjuviðnum hefur og verið gjörð frá Noregi á honiandi vori. Þyrfti }iá lánið að fást eða mestur liluti þess“. Séra Jens gerist fjárlialdsmaður kirkjunnar og leggur allt sitt að veði, til þess að nýja kirkjan megi komast upp. Á trinit- atishátíð, 12. júní 1892, er búið að rífa gömlu kirkjuna og kirkjulaust var, þar til nýja kirkjan var vígð 18. sunnudag eftir trinitatis, 16. október um haustið. Héraðsprófastur séra Eirík- Ur Kúld vígði kirkjuna, en séra Jens nrédikaði. Yfir 300 manns voru við kirkju og 26 til altaris. Þetta liefur líklega verið síð- asta prófastsverk séra Eiríks, því að liann leggst banaleguna sköniniu síðar og deyr 19. júlí næsta ár. Með byggingu liinnar nýiu Setbergskirkju 1892 var stigið örlagaríkt skref, þar sem kirkjan var færð af þeim stað í kirkjugarðinum, þar sem hún liafði staðið um aldaraðir, en þeirri ráðbreytni mun meðfram liafa valdið, að gamli kirkju- garðurinn var útgrafinn og nýr upp tekinn nokkrum árum áður á sjávarbakkanum rétt fyrir norð'an túngarðinn á prest- setrinu, en nýja kirkjan var byggð í túninu sunnan megin við staðarbúsin. Ekki virðist kirkjurækni bafa glæðzt með tilkomu nýju kirkj unnar. Árið, sem kirkjan er vígð, telur sóknarpresturinn fram 6 messur og 54 messuföll, en þá var líka kirkjulaust tttest allt sumarið, og í þann tíð þótti ekki koma til mála að' tttessa í óvígðu húsi, enda líka húsakostur alls staðar lítill og lélegur. En næsta ár em messugiörðir taldar 17, þar af 4 í Ejarnarliöfn í forföllum prófastsins, os: messuföll 43. Lýkur sera Jens messuskýrslu sinni 1893 með þessum orðum: „Eins °S skýrsla þessi ber með sér, er kirkiurækni liér með öllu afleit ok óþolandi. ..Árið 1894 segir í vísitasiu prófastsins, séra Helga Árnasonar í Ólafsvík: „Kirkjan er byggð úr sterkum og yönduðum viðum og er öll undir iárnþaki, veggir og gaflar vel Uiálaðir. Sóknarpresturinn liefur lofað að setja á kirkju þessu suotran tum, sem mjöe mundi prýða kirkjuna, þegar innkom- væri það af innstæðu kirkiunnar með rentum, sem inni- gtandandi eru í dánarbúi séra Eiríks Kúlds. Kirkjurækni bef- Ur verið liér í daufara laei, en prestur telur þó nokkra fram- ^ör í því efni“. Þótt turnbvgRÍnp: með forkirkju kæmi síðar °ft til umræðu, varð aldrei af framkvæmdum. En kirkjuliúsið gengur fljótt úr sér og þarfnast viðgerða.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.