Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 8

Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 8
54 K I R K J UII1 TII) ckki einn um þetta evangelíum á sinni tíð og áratugiha á eftir, Herbert Spencer var annar og enn annar Auguste Comte, svo aðeins séu nefndir tveir mjög virtir lærifeður evrópskra og amerískra borgara, sem báðir kenndu, með miklum árangri, að enginn Guð væri til, nema maðurinn og að framför bans og fullkomnun, þjóðfélagsleg og þar með siðgæðisleg væri eðlisnauðsyn. Og nefna má skáld, er voru sama sinnis, svo sem Swinburne, sem sneri englasöng jólanna á þcnnan veg: „Dýrð sé manninum í uppliæðum, því maðurinn er lierra allra liluta“. Þessi guð brást, mannguðinn brást, Titanic sökk, víman, blót- veizlan endaði í Hrunadansi, ölturin standa eftir auð í Dac- bau m. a. og Buclienwald og Maidanek. Þessi trú liefur reynt sig til ldítar að flestum mætti finnast, brugðizt og verr en brugðizt. Yér kjósum varla að gangast undir Iiana, kjósuin það ekki vakandi, þótt hún lifi enn sínu glaða lífi í Kreml og Pek- ing — eða kannski m. a. vegna þess lífs, sem bún lifir og mótar þar. Örlög vorra tíma eru fólgin í einni spurningu: Hvort sigrar, trúin á manninn cða trúin á Gvið. Það kemur stundum yfir menn í svefni, sem þeir vildu aldrei í vöku. Þú ert ekki geimfari, ekki kommúnisti. En livar er Guð þinn, þegar þú setur bílinn í gang, situr á traktor, stígur um borð í skip eða flugvél? Hvar er Guð þinn, þegar ])ú sezt að lilöðnu matborði þínu, þcgar þú neytir vits og krafta, nýtur beilsu og gæfu? Þarft þú að biðja um hjálp og styrk og vernd, duga ekki tækin og úrræðin, eigin útsjón og orka og mannfé- lagið með sínu skipulagi og öryggi? Þarft þú að biðja eða þakka? Hvar er Guð þinn í viðbrögðum daglegs lífs, hvar er orð lians og vilji í breytni þinni, tali og gjörðum? Hvar er Guð þinn, þegar þú ert minntur á, að það er til neyð á þessari jörð, líkamlegar börmungar og andleg blindni? Hvar er Guð þinn, þegar lielgur klukknabljómur minnir þig á, að þú átt sál, sem Jcsús Kristur vill vckja til lífs og leiða til sigurs? Hvar er andi þinn, þegar andi lians vill vitja þín? Hvar er Guð þinn um þessi áramót? Hvar er Guð þinn, þar sem þú svífur í þessu gamla geim- fari, sem lieitir jörð, og einhvern tíma, innan skamms, skil- ar þér af sér, skilar þér af sér einum út í ókunnan geim?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.