Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 21
KIKKJURITID 67 að' í öllu, sem að' liöndum ber, af vorri eigin skynsemi eða maetti. Það er og rangt, að þeir séu án syndar, sem halda boð- orð Guðs á ytra bátt án Andans. ,,Ef maðurinn fæðist ekki af 'atni og anda, getur bann ekki komizt inn í Guðsríki“, Jóli. 5. Holdið getur ekki lilýðnazt Guði og syndgar því jafnvel í l>eztu breytni sinni. Hvers vegna? Vegna þess að óendurfætt 'ijarta blýt ur hinn stranga dóm Guðs og efast um fyrirheit í'ans. „Allt, sem er ekki af trú, cr synd“. Ómögulegt er að elska Guð, fyrr en trúin befur höndlað fyrirgefningu syndanna. Vér getum ekki elskað Guð, meðan rciði bans skelfir oss. Sá, sem engar ábyggjur befur af synd og dómi, getur ímyndað sér að liann clski Guð. En björtu, sem cru sundurmarin af synd, vita, að þetta er fjarstæða. Lögmálið v°rkar reiði, en ekki fyrirgefningu, dóm en ekki réttlætingu. vbvf ag lögmálið ásakar alltaf samvizkuna og skelfir liana. f*ess vegna gjörir lögmálið engan guðhræddan og réttlátan ^yrir Guði. Skelfd samvizka flýr frá Guði og dómi lians. Þess vegna skjátlast þeim alveg, sem vilja vinna til fyrirgefningar syndanna með verkum sínum“. Fyrirlieitið er ekki þetta: Fyrir Krist eigið þér náð og sálu- hjálp, þ egar þér vinnið til þess. Heldur: liann býður fyrirgefn- lngu syndanna af breinni náð, eins og Páll segir: En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars verður náðin ekki framar náð“, Rómv. 11, 6. Fyrirbeiti Guðs gæti aldrei rætzt, ef vér ættum að vinna til þess. En ef vér verðum hólpnir af náð, verðum vér það ekki af verkum. — «Sá, sem Þuir, þekkir hið mikla góðverk Krists og verður ný skepna“. Rökin fyrir réttlætingu af trú eru þá fyrst og fremst Biblían Óálf, bæði Gamla- og Nýjatestamentið. Þegar Ritningin segir a/ náSS, þýðir það sama sem ekki af verkum, m. ö o. af trúnni dnni. En vér getum einnig reynt að skilja boðskapinn. Hvers Vegna er það af náð? Vegna þess að Guð er náðugur og vegna þess að vér erum syndugir. Guð elskar ekki góðu börnin ein, neldur og Iiin illu, og liann vill, að allir menn verði liólpnir, °g það getur aðeins orðið af náð, því að allir liafa syndgað. Frá þessum boðskap vildi Lútber ekki víkja, livað sem á gengi. Það megum vér ekki lieldur gera, og eigi get ég hugs- að mér fegri einingu í kirkjunni en um náðarboðskapinn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.