Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 31

Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 31
Magnús GuSmundsson, Setbergi: Setbergskirkja í Eyrarsveit (Erindi flutt á 70 ára afmœlishátíS kirkjunnar 7. okt. s.l, en birtist hér allmikiS slylt) 1 Um aldarraðir licfnr Eyrarsveit á Snæfellsnesi verið sérstakt prestakall með einni sóknarkirkju að Setbergi. Fyrsta kirkjan ' Eyrarsveit var þó ekki reist þar, heldur á Öndverðeyri eða Öndverðareyri, landnámsjörðinni utarlega á nesinu milli Kol- grafarfjarðar og Grundarfjarðar. Auðséð er á hinum niiklu grónu tóftarhrotum, að á Öndverðareyri liefur stórbýli verið fyrrum, en snemma á öldum liefur bær og kirkja verið flutt Upp undir Eyrarf jall og heitir síðan Hallbjarnareyri eftir }trest- hnim Hallbirni Jónssyni, er þar sat 1479 til 1508. Á Öndverðar- eyri var Maríukirkja og samkvæmt Vilkinsmáldaga frá 1397 ®kyldu þar vera tveir prestar, en eftir að sóknarkirkjur voru orðnar tvær, á Öndverðareyri og Setbergi, þjónaði oftast sinn presturinn hvorri kirkjunni. Eyrarkirkja var af tekin 1563, fé hennar mest allt lagt til Setbergskirkju, en kirkjan stóð þó enn á Hallbjarnareyri 1574. Fyrrum voru auk þess hálf- kirkjur í Kirkjufelli og Krossnesi, en eru löngu aflagðar. Ekki verður vitað, hvenær kirkja var fyrst reist á Setbergi, e« það befnr verið einlivern tíma á 12. öld. Elztu heimildir um kirkju að Setbergi eru í skrá Páls biskups Jónssonar frá því uin 1200 um kirkjur þær í Skálholtsbiskupsdæmi, sem Presta þarf til. Þar er Grundarfjörður einnig nefndur Kirkjufjörður, en svo mun liann hafa heitið snemma á öldum, og kirkjur eru taldar tvær, á Öndverðareyri og Setbergi. 1 raman af var kirkj- an á Setbergi að vísu minni liáttar, eins konar liálfkirkja, þar Sem heimabærinn var eini bærinn í.sókn hennar, og um lang-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.