Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ
65
ge Iijá oss, Iieyri l)ænir vorar, og væntuni lijálpar lians í öll-
U1)i þrengingum og (lauða, hlýðum lionum í dauða og þreng-
ingum og flýjum þær ekki né forðumst, þegar Guð leggur
þær á oss.
Andstæðingarnir, þ. e. kaþólskir, segir liann, að kenni það
eitt um réttlæti fyrir Guði, livernig lifa skuli lieiðarlegu lífi að
ytra hætti og gera gott; auk þess geri þcir sér í hugarlund, að
nienn geti elskað Guð öllu framar án aðstoðar Heilags anda;
kenni þeir, að þannig vinni menn til fyrirgefningar, þ. e. a. s.
þegar skynsemin harmar syndina og geri sér upp vilja til að
elska Guð; af þ essu hafi sprottið upp óteljandi misnotkun á-
guðsþjónustum í kirkjunni, t. d. klaustralieit o. fl. Síðan spyr
Melanchton: Hver er eiginlega munurinn á kenningu heim-
spekinganna og Krists, ef þessu er þannig farið? Hvert gagn
er oss þá að Kristi? Ef vér getum réttlætzt fyrir skynsemina og
verk hennar, liver þörf er oss þá á Kristi eða endurfæðingu?
Melancliton segir, að heyra megi mikla predikara, sem
minnist ekki á Krist eða fagnaðarerindið, en predika út frá
siðfræði Aristótels. „En sé kenning andstæðinga vorra rétt, þá
er „siðfræði“ Aristótels orðin verðmætt predikanaefni og góð
ný Biblía, því að um ytra heiðvirt líferni skrifar naumast nokk-
ui- betur en Aristótel“. (Ætli þetta sé mjög ólíkt því, sem vér
eiguni að venjast?) Hálærðir guðfræðingar, segir liann, að
skrifi bækur og sýni fram á, að orð Krists og spakmæli eftir
^ókrates og Zenó komi heim hvert við annað, — eins og Krist-
ur hefði komið til að gefa oss lögmál og boðorð til þess að
'unna til fyrirgefningar syndanna, en alls ekki til að boða náð
°g frið við Guð og veita Heilagan anda fyrir sitt eigið blóð og
sina eigin verðskuldun. „Ef vér því tökum við kenningu and-
stæðinganna, að vér getum unnið til fyrirgefningar syndanna
með getu mannlegrar skynsemi og verkuin vorum, þá erum
ver orðnir aristótelskir og ekki kristnir“.
Trúin segja þeir sé söguleg vitneskja um Krist og að Krist-
ur hafi áunnið oss svo nefnda fyrstu náð (eða ,,habitus“), sem
8eri oss auðvcldara að elska Guð. En lítið fer þá fyrir áhrifum
^rists. Ennfremur segja þeir, að vér höfum verk viljans og
skynseminnar áður; fyrir og eftir er því eitt og hið sama; þessa
fyrstu náð verðum vér að ávinna oss með undanfarandi verk-
uin og að vér aukum þessa góðu tillmeigingu með lögmáls-
5