Kirkjuritið - 01.05.1966, Blaðsíða 28
218
KIRKJURITIÐ
Passíusálmunum hafa ávallt stafað, — að liorfa aftur í aldirnar
og virða lítillega fyrir okkur liverja einstaka útgáfu þeirra-
Sumir vildu e. t. v. segja, að þar væri aðeins um þurra,
strembna og leiðinlega upptalningu að ræða. En það er ekki
rétt. -— Þar kemur í raun og veru fram hin sanna lýsing á dómi
þjóðarinnar um Passíusálmana. Og sú lýsing er saga, — „fuH
af lífi og krafti“, eins og prófessor Magnús Jónsson kemst að
orði í liinu mikla riti sínu um Hallgrím Pétursson. Og þær at-
liuganir, sem nú verða gerðar á útgáfusögu Passíusálmanna,
eru að verulegu leyti byggðar á hinni ýtarlegu og gagnmerku
skrá prófessorsins um það efni.
Af eiginliandarriti Hallgríms af Passíusálmunum, sem varð-
veitzt hefir, er þess getið á titilblaði, að fullgengið sé frá þeim
árið 1659. En það er þó ekki fyrr en áriS 1666, sem fyrsta prent'
un þeirra lítur dagsins Ijós. Af þessum drætti má geta sér þesS
til, að forráðamenn Hólaprentsmiðju, sem þá var eina prent-
smiðjan hérlendis, eins og kunnugt er, hafi ekki verið sérstak-
lega hjartsýnir á, að viðtökur og vinsældir yrðu úr hófi fram-
Og þó má fullvíst telja, að Hallgrímur hafi sjálfur lagt aH*
það kapp, er hann mátti, á að koma þeim á prent. Til hinnaf
sömu glámskyggni útgefenda bendir það og, að Passíusálmun-
um skyldi ekki vera treyst til að standa einum sér í hók, hebh11'
voru þeim valdir til fylgdar aðrir sálmar, — Píslarsálmar eftJr
sr. Guðmund Erlendsson, — og eru þeir prentaðir fyrst. Pa
sálma þekkir nú enginn maður lengur, — enda mun það niáh'
sannast, að þeir liafi staðið Passíusálmunum óralangt að baku
þótt Gísla biskupi Þorlákssyni og þeim Hólamönnum hafJ
þóknazt að eftirláta þeim fyrsta sætið.
Um þessa píslarsálma, sem eru 7 að tölu, segir Jón biskup
Helgason í Kirkjusögu sinni, að þeir séu „fátæklegt og andlaust
linoð.“ „Er það vægast að orði komizt dómgreind og smekkvisi
Gísla biskups til lítils sóma,“ — segir biskup, — „að senda ut
Passíusálma Hallgríms í öðru eins föruneyti.“
Fullur titill þessarar 1. prentunar Passíusálmanna er svo-
liljóðandi:„Historía pínunnar og dauSans Drottins vors JeSl1
Kristí. Eftir textans einfaldri hljóðan í sjö sálmum yfirfarin a[
síra Guðmundi Erlendssyni. En af síra Hallgrími Péturssym
stuttlega og einfaldlega útþýdd, með sínum sérlegustu lærdóius'