Kirkjuritið - 01.05.1966, Blaðsíða 50
INNLENDAR FRÉTTlR
Biskup íslunds messaði í dómkirkjunni 15. maí s. 1. og var þessari messu
útvarpaS um hin Nor'Surlöndin 22. s. m. Tíðkast sá siður að' útvarpa einni
rnessu árlega frá hverju Norðurlandanna til kynningar. Er það i fyrsta
sinn, sem það' gerist liéðan.
ASallundur Kirkjukórasambandsins verður haldinn miðvikudaginn 22.
júní n. k. kl. 8.80 síðdegis i I kennslustofu háskólans.
Séra Agúst SigurSsson, settur prestur á Möðruvöllum, liefur verið' kosinn
jiar lögmætri kosningu.
Séra Bragi FriSriksson var kosinn lögmætri kosningu í hinu nýja Garða-
prestakalli.
Kirkjukórasamband Reykjavíkur efndi til kirkjutónleika í flestum kirkj-
um borgarinnar í vikunni 15.—21. maí s. i. Ymsir einsöngvarar sungu þar
einnig en prestar fluttu ávörp. Var þetta vel sótt og því vel fagnað.
Arni Arinbjarnarson liéll orgeltónleika í Kópavogskirkju ú uppstigningar-
dag. Kirkjan var fullsetin og vakti leikurinn hrifningu áheyrenda. Tón-
leikar þessir voru haldnir á vegum MinningarsjóSs Hildar Ólafsdóttur, en
hlutverk lians er að efla liljómlistar- og sönglíf í sambandi við Kópavogs-
kirkju.
GarSakirkja var endurvígð 20. marz s. 1., eins og ákveðið var. Verður
væntanlega frá því sagt í næsta liefti.
Hajin var bygging tveggja kirkna í Reykjavík, laugardaginn 7. maí s. l-:
Bústaðakirkju og Grenáskirkju. Báðum eru valin fögur stæði, og á háð-
um stöðum voru fyrstu skóflustungurnar teknar við hátíðlega athöfn.
LEIÐRÉTTING:
Framan á kápu síðasta heftis var skakkt mánaðarnafn. Átti að standa aprd
í stað marz. Biður prentsmiðjan kaupendur afsökunar á þessum i*ns"
tökum.
KIRKJURITIÐ 32. árg. — 5. hefti — maí 1966 __
Tímarit gefiS út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verð kr. 150 árð-
Ritstjóri: Gunnar Árnason
Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson, Jón Hnefill Aðalsteins-
son, Kristján Búason, Sigurður Kristjánsson.
Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Hagamel 43'
sfmi 17601.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.