Kirkjuritið - 01.05.1966, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.05.1966, Qupperneq 32
222 KIRKJUItlTIÐ gáfunni, nema liér er sleppt sálmunum tveimur, sem þar fylgdu með. Þetta er 4. og síðasta Passíusálma-útgáfa Steins biskups. 11. prentunin er sú fyrsta, sem gerð var á erlendri grundu. Passíusálmarnir eru hér teknir inn í Sálmabók þá, er Jón bisk- up Árnason lét prenta í Kaupmannahöfn árið 1742. Hér er einnig breyting sú, er Björn Þorleifsson gerði á 18. versi 14. sálms, aftur færð í sitt fyrra horf. 12. prentun, sem út kom á Hólum 1745, virðist að mestu sniðin eftir 9. útgáfu, að öðru leyti en því, að binn stutti eftir- máli er felldur niður. Ári sí&ar, 1746, leit 13. prentunin dagsins Ijós — í Sálmabók þeirri, sem bræðurnir Sigurður og Pétur Þorsteinssynir gáfu út í Kaupmannaliöfn, — og almennt er nefnd „Bræðrabókin.11 Virðist bér vera farið nákvæmlega eftir Sálmabók Jóns Árna- sonar frá 1742. Þessi útgáfa ruglaði útgáfutal Passíusálmanna um langt skeið. / 14. prentun, sem köllutS er 13. útgáfa, og út kom á Hóluvt 1748, er alveg farið eftir 12. útgáfu. Virðist sem útgefendum liafi alveg yfirsézt að taka Bræörabókar-útgáfuna með í reikn- inginn. Enn eru Passíusálmarnir prenta&ir í sálmabók, •—- ári& 1751- — a& þessu sinni heima á Hólum. Er þa& 15. prentun þeirra. Álirif frá hinum tveimur sálmabókarútgáfum eru augljós, —' m. a. af því, að liér er áðurnefnd breyting Björns Þorleifssonar í 18. versi 14. sálms felld niður í fyrsta sinn í Hóla-útgáfu. 16. prentun kemur út á Hólum 1754, — kölluð 14. útgáfa, svo að ekki virðist tekið tillit til uppprentana Passíusálmanna í Sálmabókinni. 17. prentun, — nefnd 15. útgáfa, — kom út á Hólum 1771■ Hér er áðurnefnd tileinkun til hefðarkvennanna tveggja felld niður, eu formála Hallgríms, „Gu&hrœddum lesara lieilsan. lialdið. Og nú er loks bin margnefnda breyting Björns Þorleifs- sonar í 14. sálminum endanlega burt tekin og setningin færð i sitt upprunalega form. 18. prentun, Hólum 1772 og 19. prentun, Hólum 1780, eru liður í Flokkabókum og nákvæmlega eins. 1 formála fyrir 18- prentun segir Gísli biskup Magnússon, að Hálfdán Einarsson skólameistari bafi séð um þá útgáfu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.