Kirkjuritið - 01.05.1966, Page 38

Kirkjuritið - 01.05.1966, Page 38
228 KIRKJUBITIÐ Engum hefir tekizt — eins og Hallgrími, — að uppmála „Krist, og hann krossfestan,“ fyrir trúaraugum okkar Islendinga, svo skýrt, að sú mynd er óútmáanleg um aldur. „Jesús er kvalinn í minn slaö.“ — Segja má, að þessi liugsun, sem kemur fram í inngangsversum fyrsta sálmsins, — þessi kœrleiksboðskapur föstudagsins langa, — sé sá rauði trúar- þráður, sem rekja má í gegnum alla Passíusálmana. En svo að segja samhliða þessari inynd liins kvölum pínda Frelsara, sein af hyldjúpum, fórnandi kærleika, tekur á sig bölvun mannsins, hirtist okkur mynd sjálfs liins synduga manns, sem alls vana, — en iðrandi fórnar höndunum upp til krossins, — biðjandi Guð um fyrirgefningu fyrir verðskuldan Hatis, sem á krossinum hangir — og kvelst. Og síðan — verður lijartað eitt — með Honum í heilagri tru, — brennandi hjartans þakklæti, lofgjörð og bæn. — En inn 1 geislaþráð trúarinnar eru meistaralega fléttaðar og ofnar al' varlegar og eilífgildar áminningar til syndarans endurleysta, um að taka Jesúm sér til fyrirmyndar, -— og leitast við að l«a fögru og flekklausu lífi, -— Frelsaranum til dýrðar -—- og sam* ferðamönnunum til nytsemdar — og sannrar blesstmar. Kristur er konungurinn, — lionum her að hlýða, honum ber að fylgja, honum ber að þjóna og lúta. Ég er aðeins auðmjúk- ur þræll, — en — í því er einmitt liin æðsta tign fólgin. „Herra- tign enga að lieimsins sið / lield ég þar mega jafnast við.“ Áheyrandi minn. Það er lærdómsríkt, að fylgjast með og íliuga feril Passíusálmanna meðal íslenzkra kynslóða í 300 En liitt er þó lærdómsríkast og nytsamast af öllu, að stilla sjálfan sig inn á bylgjulengd þeirra, — opna liug og lijarta fyrir þeim hreimfögru og ómþýðu hörputónum, sem frá þenn streyma. Ef þii hlustar vel, þá finnurðu þar allt, sem sál þhia þyrstir eftir og lijarta þitt þarfnast og þráir. — Viltu ekki 1 kvöld, áður en þú gengur til hvílu, taka þér Passíusálmana 1 liönd og lesa, -— með opnum bænarhuga — t. d. 12., 25., 44. og 48. sálminn, — einn þeirra, — eða alla. — Þú sérð áreiðanleg3 ekki eftir því. Veiztu það, að skömmu eftir að Passíusálmarnir höfðu náð inngöngu á livert lieimili hér á Islandi, þá hófust, árið 1690,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.