Kirkjuritið - 01.05.1966, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.05.1966, Qupperneq 44
KIUKJUHITIÐ 234 viðurkenndur. Hann hefur rífleg árslaun en aflar sér ekki auka- tekna frá aðdáendum og stuðningsmönnum. Einum munni er lokið upp um kurteisi Grahams, lítillæti og góðan þokka. Sömuleiðis um mælsku lians og flutning. Hins vegar er deilt um kenningu Grahams og raunveruleg álirif samkomanna. Mönnum her saman um að hókstafstrú lians, þröngsýni og of- stæki sé að miklu leyti iir sögunni. En ýmsir finna honum það til foráttu, að þekking lians risti ekki djúpt, livorki í trúmálum né þjóðfélagsmálum. Til þess skorti hann bæði lærdóm og reynslu. Þá þykir sú hafa orðið raunin á, að liann nái næstum ein- göngu til þeirra, sem tilheyra kirkjunni að meira eða minna leyti áður. Það kemur skýrast í ljós eftir á. Öllum, sem snúast er sem sé ráðlagt að leita til presta í sínu nágrenni sér til stuðn- ings í framtíðinni. Kannast prestarnir við allan þorrann sein kemur. Þetta eru yfirleitt safnaðarmeðlimir, sem sótt hafa mess- ur a. m. k. við og við. Þótt vakning geti verið þessu fólki ómet- anleg, þykir mönnum sem enn væri mikilsverðara að ná til þeirra, sem andvígir eru kristindómi eða láta sér alveg á sania standa um trúmálin. Svo hefur verið komizt að orði um þetta efni að „kirkjan hitti ekki heiminn fyrir á þessum vakninga- samkomum, heldur sjálfa sig.“ Mörgum virðist líka Graliam tala helzt til ófróðlega um ver- aldleg málefni. Hanu hoði frið, en segi lítið um, livernig unnt sé að friða heiminn. Fréttamaður orðaði þetta þannig : „Það kann að vera að Guð sé eins einfaldur og Billy lieldur fram, en ég veit að djöfullinn er ekki jafn blár.“ Þrátt fyrir það, sem hér liefur verið drepið á, mun því ekki verða neitað að Billy Graham er maður mikilsverður fynr kirkjuna. Hann er maður, sem kallar af svefni, kemur trúmáh unum á dagskrá, knýr til umliugsunar um Guð og siðferðileg málefni. Hann er stórvirkur plægingamaður. Öðrum lætur hann eftir að jafna úr plógförunum og sá í akurinn. Á því starfi veltnr uppskeran mest.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.