Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 61

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 61
mælistiku á það, hvernig prestar ættu að predika, heldur gæti það gefið vís- bendingu um, hvort það, sem prest- arnir vilja boða, komist til skila. Mér er nær að halda, að niðurstöður slíkrar rannsóknar yrðu harla neikvæðar ekki síður en í Svíþjóð." Undir lok ritgerðarinnar segir og svo: ,,Það þarf engar kannanir til þess að komast að því, að margar predik- anir vægast sagt fara fyrir ofan garð °9 neðan hjá áheyrendum. Og það er í raun og veru hægt að tala um ein- angrun predikunarinnar í dag.“ Lokaorð prófessorsins eru: ,,Ein- angrun kirkjunnar í dag stafar af skorti á ritskýringu.“ Mein íslenzkrar kristni Ritgerð þessi mun að mestu eða öllu samhljóða erindi, er Jón Sveinbjörns- son flutti á guðfræðiráðstefnu í Skál- bolti í sumar. Vakti erindið að vonum 'alsverðar umræður, enda er það um ^argt hið athyglisverðasta. Merkust er þó án efa niðurstaðan, lokaorðin. þar hefur prófessorinn hitt naglann rækilega á höfuðið og gert það lýð- um Ijóst með einföldum orðum. Því ^un áreiðanlega margur fagna, bæði le'kur og lærður, að háskólakennari, Sem fæst við ritskýringu, þ. e. a. s. skýringar á biþlíutextum, skuli hafa Þennan skilning á kristinni predikun °9 lífi kirkjunnar. Sliku er ekki alls staðar að fagna. En þeim mun meira fa9naðarefni er þetta, sem meira er í húfi. Jón Sveinbjörnsson hefur með ööndum þau trúnaðarstörf, sem einna ^est eru verð fyrir íslenzka kristni. ar|n er ekki einungis kennari verð- anbi presta í biblíufræðum, heldur hefur hann á síðari árum fengizt manna mest við þýðingar biblíurita á vegum Hins íslenzka Biblíufélags. Mörgum mun nú raunar þykja harð- ur kostur að kyngja því, að íslenzk kirkja sé í einangrun. Þar er stór- mál, sem varla verður útrætt í einni ritgerð eða fáeinum málsgreinum. Hvað sem því líður, þá mun fáum bet- ur Ijóst en prestum, hygg ég, að akur kristninnar á íslandi stendur ekki með neinum blóma nú á dögum og margt sáðkornið fellur í grýtta jörð ellegar meðal þyrna og þistla. Ég er einnig sannfærður um, að mikill hluti presta játar fúslega, að ýmsu er ábótavant um þjónustu þeirra og dugnað. Og jafn sannfærður er ég um, að margir prest- ar, meira að segja mjög margir hér á landi, munu verða Jóni próíessor sam- mála um orsakir þess, sem að er. Mein íslenzkrar kristni stafar áreiðan- lega af því, að trúmennskan við Ritn- inguna er ekki og hefur ekki verið sem skyldi. Skynsemistrúin gamla og hin svo- nefnda frjálslynda guðfræði, er hér bulai á sálarhúsum manna í lok síð- ustu aldar og framan af þessari, felldu Ritninguna svo mjög í gildi meðal leikra sem lærðra, að biblíulestur og biblíufesta urðu að hálfgerðum skammaryrðum. Vísa, sem Matthías stúdent lætur Skugga-Svein kveða um Biblíuna, ber býsna sterk einkenni aldarandans: „Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu. Lærði ég hana alla í einu, þótt aldrei kæmi að gagni neinu.“ Það var slíkur móður, sem gerði marg- 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.