Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 78

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 78
ur af Guði, vitnar ekki beint og sjálf- krafa um uppruna sinn. Tilvera mannsins er ekki hreint og einfalt lof um skaparann. Það verður Ijóst í blygðun mannsins. Blygðunin birtir brest, af þvi að hún er andsvar af- hjúpunarinnar eða vitneskja um það að vera afhjúpaður. Blygðunin bendir því til syndar, brests eða rangra at- hafna, en blygðunin er nátengdari tilveru mannsins heldur en synda- verknaði, syndum eða sekt. Við get- um hugsað okkur tilveru mannsins án syndar, því að þetta er í sannleika það, sem Nýjatestamentið segir um Krist: hann var bœði maður og einn- ig án syndar. Blygðunin verður þó ekki skilin frá manninum. Við þurf- um ekki annað en bera saman orðin: „blygðunarlaus" og ,,syndlaus". Hin mikla og óskýranlega gáta blygðun- arinnar birtist í því, að með barni birtir blygðunarleysi sakleysi, en með fullorðnum birtir blygðunarleysi, sem aðeins er mögulegt með því móti, að blygðunin sé kœfð, hið ómennska. Þessi gáta sem tengd er manninum, sem þó var skapaður af Guði, er fólg- in í því, að í verund mannsins er eitt- hvað, sem birtir ófullkomleika, vöntun og kemur skýrast fram í því, sem við nefnum blygðun. Það skal enn á ný áréttað, að sagan er rangt skilin, bœði um túlkun og mat, þegar sagt er, að maðurinn, sem upprunalega var syndlaus, hafi orðið syndari við syndafallið. Sé sagan túlkuð á þennan veg, hefir textinn ekki notið réttar síns, heldur hefir það, sem skýrandinn hefir lœrt annars staðar, verið heimfœrt til textans í fljótrœði. Því hefir þá ekki verið veitt eftirtekt, 236 að sagan getur ekki um syndleysi fyrir syndafallið og syndugleik síðar. Það, sem menn virðast alls ekki hafa tekið eftir, er samband Genesis 2:25 við Genesis 3:21, — ,,Og Jahve Guð gjörði manninum og konu hans skinn- kyrtla og lét þau klœðast þeim", —- né heldur hafa þeir tekið eftir hlekkn- um, sem tengir versin saman. Versið í lok sögunnar sýnir það skýrt, að mót Guðs og manns, sem sagt er frá í 3. kap., miðast ekki fyrst og fremst við það að fást við synd eða syndafall og afleiðingar þess, heldur við hin tor- rœðu tengsl syndar og blygðunar. Það er þrennt, sem sýnir skýrt þennan gang sögunnar: ,, . . . og blygðuðust sín ekki." (2:25). Þau blygðuðust sín og reyndu að ráða bót á þvi, sem var augljóst í blygðun þeirra (3:7); Guð ,,lét þau klœðast" og gerði þannig það líf bœrilegt, sem blygðunin er nú tengd við að eilífu (3:21). Sú hugsun, sem kemur fram í þessum þrem vers- um er svo skýr og auðsœ að erfitt er að skilja, hvers vegna túlkun sögunn- ar hefir ekki tekið þessa stefnu frá upphafi. Við veitum því nú eftirtekt, að fyrirfram ákveðin og venjubundin túlkun textans hefir fengið allt of mikil völd. Áður fyrr hafði það töluverðar afleiðingar, að menn sáu ekki tak- mark sögunnar, er þeir beittu hinni venjubundnu skýringu, a. m. k. sáu þeir það ekki nógu skýrt og lögðu höfuðáherzluna á annan þátt hennar, þ. e. hið svo nefnda „protoevangeh' um" í Genesis 3:15 í stað þess, að höfuðáherzlan hvílir á Genesis 3:21- Sé spádómur um Kristfólginn í Genes- is 3:15, þ. e., að hann muni kremja höfuð höggormsins, þá fellur fagnað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.