Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 78

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 78
ur af Guði, vitnar ekki beint og sjálf- krafa um uppruna sinn. Tilvera mannsins er ekki hreint og einfalt lof um skaparann. Það verður Ijóst í blygðun mannsins. Blygðunin birtir brest, af þvi að hún er andsvar af- hjúpunarinnar eða vitneskja um það að vera afhjúpaður. Blygðunin bendir því til syndar, brests eða rangra at- hafna, en blygðunin er nátengdari tilveru mannsins heldur en synda- verknaði, syndum eða sekt. Við get- um hugsað okkur tilveru mannsins án syndar, því að þetta er í sannleika það, sem Nýjatestamentið segir um Krist: hann var bœði maður og einn- ig án syndar. Blygðunin verður þó ekki skilin frá manninum. Við þurf- um ekki annað en bera saman orðin: „blygðunarlaus" og ,,syndlaus". Hin mikla og óskýranlega gáta blygðun- arinnar birtist í því, að með barni birtir blygðunarleysi sakleysi, en með fullorðnum birtir blygðunarleysi, sem aðeins er mögulegt með því móti, að blygðunin sé kœfð, hið ómennska. Þessi gáta sem tengd er manninum, sem þó var skapaður af Guði, er fólg- in í því, að í verund mannsins er eitt- hvað, sem birtir ófullkomleika, vöntun og kemur skýrast fram í því, sem við nefnum blygðun. Það skal enn á ný áréttað, að sagan er rangt skilin, bœði um túlkun og mat, þegar sagt er, að maðurinn, sem upprunalega var syndlaus, hafi orðið syndari við syndafallið. Sé sagan túlkuð á þennan veg, hefir textinn ekki notið réttar síns, heldur hefir það, sem skýrandinn hefir lœrt annars staðar, verið heimfœrt til textans í fljótrœði. Því hefir þá ekki verið veitt eftirtekt, 236 að sagan getur ekki um syndleysi fyrir syndafallið og syndugleik síðar. Það, sem menn virðast alls ekki hafa tekið eftir, er samband Genesis 2:25 við Genesis 3:21, — ,,Og Jahve Guð gjörði manninum og konu hans skinn- kyrtla og lét þau klœðast þeim", —- né heldur hafa þeir tekið eftir hlekkn- um, sem tengir versin saman. Versið í lok sögunnar sýnir það skýrt, að mót Guðs og manns, sem sagt er frá í 3. kap., miðast ekki fyrst og fremst við það að fást við synd eða syndafall og afleiðingar þess, heldur við hin tor- rœðu tengsl syndar og blygðunar. Það er þrennt, sem sýnir skýrt þennan gang sögunnar: ,, . . . og blygðuðust sín ekki." (2:25). Þau blygðuðust sín og reyndu að ráða bót á þvi, sem var augljóst í blygðun þeirra (3:7); Guð ,,lét þau klœðast" og gerði þannig það líf bœrilegt, sem blygðunin er nú tengd við að eilífu (3:21). Sú hugsun, sem kemur fram í þessum þrem vers- um er svo skýr og auðsœ að erfitt er að skilja, hvers vegna túlkun sögunn- ar hefir ekki tekið þessa stefnu frá upphafi. Við veitum því nú eftirtekt, að fyrirfram ákveðin og venjubundin túlkun textans hefir fengið allt of mikil völd. Áður fyrr hafði það töluverðar afleiðingar, að menn sáu ekki tak- mark sögunnar, er þeir beittu hinni venjubundnu skýringu, a. m. k. sáu þeir það ekki nógu skýrt og lögðu höfuðáherzluna á annan þátt hennar, þ. e. hið svo nefnda „protoevangeh' um" í Genesis 3:15 í stað þess, að höfuðáherzlan hvílir á Genesis 3:21- Sé spádómur um Kristfólginn í Genes- is 3:15, þ. e., að hann muni kremja höfuð höggormsins, þá fellur fagnað-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.