Jólasveinn - 24.12.1917, Side 5

Jólasveinn - 24.12.1917, Side 5
J ÓLASVEIN N. 5 sem Allan varð fulltíða maður, dóu báðir þessir vinir hans á sama árinu. Þegar frá leið, langaði hann til að fara að skoða sig um í heiminum og njóta frelsisins. Hann langaði lil að anda að sér stórborgaloftinu og njóta gleði og ánægju í fylsta mæli. Gamla greifafrúin, móðir hans, hafði eftirlátið hon- um talsverðar eignir, sem honum virtust óþrjótandi. 'l'il málamynda fór hann að stunda lögfræðinám, en aðalstarf hans var að taka þátt í glaðværð og skemt- unum hinna fjörugu félagsbræðra sinna, sem skoð- uðu alt lífið sem eina hátíð. Og þessi hátíð hafði nú staðið í 20 ár. Eigur hans voru nú að mestu þrotn- ar, og hvað liafði hann svo í aðra hönd? Ekkert, nema leiðindin, angrið og óánægjuna ýfir því, að hafa eylt æíi sinni á þennan liátt. »Allan, Allan! Hvaf ertu? Er þig að dreyma? Komdu inn til okkar!« Það var hún Júlíetta, vinstúlkan lians úr söngleika- húsinu, sem kallaði á hann inn í salinn. En hann hafði enga löngun til að taka þátt í víndrykkjunni. Hann vildi komast út undir beran himin og anda að sér hreinu lofti í stað hins ógeðslega mollulofts, sem inni var. Og án þess að nokkur tæki eftir, fór liann hljóðlega út úr salnum, niður stiga og ætlaði út. Þá kom þjónn hlaupandi á eftir honum og sagði: »Þér gleymið frakkanum yðar, lrerra minn; hérna er hann, — gerið svo vel. Þér fáið víst engan vagn svona seint, og svo er færðin orðin svo slæm, að ekki er hægt að aka«. »Það gerir ekkert til. Eg ætla að ganga heim. Góða nólt«. Allan undi sér ekki lengur í þessum háværa hóp.

x

Jólasveinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.