Jólasveinn - 24.12.1917, Page 11

Jólasveinn - 24.12.1917, Page 11
JÓLASVEINN. 11 eikarborð á floti á sjónum, þar sem drengnum skaut upp. Hann náði í það og gat haldið sér uppi með því. En skamt frá þessum stað hafði stórt herskip varpað akkerum. Hljóðin í barninu bárust þangað, og þegar í stað varpaði einn af skipsmönnunum sér í sjóinn að boði skipstjórans, synti þangað sem drengurinn flaut, náði bonum og synti með hann út til skipsins. Ókunni drengurinn var nú spurður að, hvernig á honum stæði. »Eg heiti Jakob«, svaraði hann, en að öðru leyti gat liann ekki gefið neinar bendingar um það, hverra manna eða hvaðan hann væri. Hér var því ekki um annað að gera en að lofa drengn- um að vera á skipinu, og var hann kallaður »vesl- ings Jakob« af allri skipshöfninni. Jakol) litli var gott og blíðlynt barn, fljótur til allra vika og námfús mjög, svo að hann ávann sér brátt hylli og vináttu allrar skipshafnarinnar. Það var eins og þeir ættu hann allir og eins og allir gerðu sér far um, að láta hann ekki sjá eða heyra neitt annað en það sem golt er. Þó voru þeir allir á eitt sáttir um það, að þarna gæti drengurinn ekki stað- næmst og að háseti mætti hann ekki verða, þegar honum yxi aldur og þroski, því að til þess væri hann of gáfaður og vel af Guði gerður. Nokkrir af yfirmönnunum á skipinu efndu því til samskota meðal skipshafnarinnar í því skyni að útvega vesl- ings Jakobi viðunandi samastað á landi, þar sem hann gæti notið góðs kristilegs uppeldis og komist til manns. — — — Svo liðu mörg ár. — Veslings Jakob hafði gengið gegnum hvern skólann á fætur öðrum og var orðinn útlærður handlæknir þegar ófriðurinn milli Englend-

x

Jólasveinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.