Jólasveinn - 24.12.1917, Page 15

Jólasveinn - 24.12.1917, Page 15
JÓLASVEINN. 15 seinna, að prestur einn, er sagði frá sögu þessari á prédikunarstólnum, svo að ég heyrði hana, bætti við með tárvotum augum: y>Og ég er þessi „veslings Jakob“l« Skrítni íuglinn. ELDURÐU að flugdrekinn minn fari ekki hærra en þinn, Jensína?« sagði Karl litli. »Nei, minn fer hærra. Stúlkurnar eru drengj- unum fremri í öllu«, svaraði Jensína. »Sjáðu bara!« Og nú létu þau drekana fara upp í loflið svo 'hátt sem hægt var. Drekinn liennar Jensínu var eins og ugla eða leðurblaka; hann fór hátt upp í loftið og flaksaðist þar svo skrítilega. »Heíirðu nokkurn tíma séð svona skrítinn dreka? Það er alveg eins og hann sé lifandi«, sagði Jensína. »Bíddu við«, sagði Karl. »Þú sagðir áðan, að stúlkurnar væru duglegri en drengirnir. Var það ekki svo? En við skulum nú sjá, hvort okkar gerir það betur í þetta skifti«. »Æ, hvað er þetta?« hrópaði Jensína og kipti í þráðinn. Hún fann að drekinn var fastur einhver- staðar uppi í loftinu, og þegar hún kipti i, slitnaði þráðurinn og hún hélt eftir á sluttum stúf í hendinni. »Æ, Karl, líltu á drekann minn, hvar hann situr fastur efst uppi í stóra eplatrénu lians Marteins gamla«. »Hann er náttúrlega að éta epli«, sagði Karl litli gletnislega. En þegar hann sá, live alvarleg systir hans var, sagði hann við hana: »Ég skal klifra upp í tréð í kvöld og ná drekanum niður. Nú er ég í sparifötunum mínum og þau má ég ekki skemma.

x

Jólasveinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.