Framtíðin - 01.05.1909, Blaðsíða 8
40
FBAMTÍÐIN
'ekki heldur neinar slíkar hömlur á skáld-
skapinn. Þvert á móti. Samviskusemi,
"hreint hugaríar og samfélag viíS frels.rr-
ann Jesúm Krist, getur ekki gert út af viö
neitt það í fari skáldsins, sem eftirsjón ci
í. En þaö á aö varna því, og gerir þaö
árei'Sanlega, aö innan um hiö gullvæga,
sem skáldiö færir manni, sé svo og svo
mikiö, sem ekki getur liaft nein önnur en
óheppileg áhrif. Vilji menn í huga sínum
yfirfara þau skáldverk, er þeim eru kunn-
ug, get jeg ekki skiliö ,aÖ nokkrum kristn-
um manni muni finnast, aö óbeit á kristin-
dóminum eöa sá andi, sem honum er gagn -
stæður, hefji skáldskaparlistina á hærra
stig hjá neinum, eöa aö andi kristindóms-
ins varpi skugga á birtuna hjá nokkrum.
Mundi ekki skáldskapargildi íslenskra
kvæöabóka vera óraskaö, ])ó aö úr þeim
væru horfin grófyrðin, sem einkenna þær
sumar? Hverjar fagrar hugsjónir mundu
veröa aö engu viö þaö að lotningin. væri
sumsstaöar meiri, — þótt stuðiaöar og o-
stuölaöar árásir á kristindóminn væru
færri ? Þessu þurfa ]teir aö gera sér
grein fyrir, sem ímynda sér, aö kristiu-
dómurinn leggi hömjur á listina. — Meö
þessu er þó ekki sagt, að allar bókmentir
þurfi, ef hollar eiga aö geta oröiö, aö
vera prédikanir í einhverri mynd. Fjarii
þvi. Þaö sem átt er viö, er það, aö ancti
kristindómsins eigi aö hreinsa ímyndunar-
,aflið, gera sannleiksástina meiri, réttlætis-
tilfinninguna næmari, kærleikann innilegri,
og þaö án þess að skeröa nokkra gáfu
mannsins. Hver getur retlaö, aö þetta se
litils virði fyrir skáld eöa rithöfund? Eöa
aö ]tað leggi hömlur á þroska bókment-
anna hjá nokkurri þjóö?
III.
Sannfærður er jeg um þaö, aö skortur á
kristilegri stefnu hefur veriö hinum ís-
lensku bókmentum vorum til tjóns og ge.t
þær mjög einhliöa á sumum svæöiuu.
Einkum finst mér á ])essu bera í íslenskum
skáklsögum. Þeir, sem þeim eru kunnug-
ir, kannast viö, hve sjaldgæft þaö er, aó
lifandi kristindómur komi í ljós hjá per-
sónum þeim, er söguhöfundarnir skýri
frá. Tökum t. d. lýsingar þær á prestum.
sem vér eigum í skáldsögum vorum. 1
flestöllum þeirra kemur einhver prestur
viö söguna, og er þaö ekkert óeðlilegt. En
hve margir þeirra eru göfugir kristntr
menn, sem rækja embætti sitt í réttum
anda? I svipinn man eg ekki eftir nei.i-
um fyrirmyndum í prestsstööu, sem frá cr
sagt i íslenskri skáldsögu, nema ef þaö
ætti aö vera séra Þorvaldur í “Ofurefli ’
(en á þá sögu ætla jeg mér að minnast i
öðru sambandij. Þeir eru allir stórkost-
legir gallagripir. Frá séra Sigvalda i
“Manni og konu” til séra. Halldórs
“Höllu” eru þeir - allir sania markinu
brendir — skinhelg ómenni, lausungar-
menni, hræsnarar. Efist einhver um þetfa,
þá minnist hann prestsins í sögunni “Upp
við fossa” eftir Þorgils Gjallanda. Ekki
eru þeir síöur minnisstæöir, og það ekki
fyrir kosti, prestarnir í sögunum “Flugan ’
og You arc a liumbug, Sir, eftir E. H.
“Kærleiksheimilið” eftir Gest Pálssoi
minnir mann á einn til af sama sauöahúsi.
Og svo mætti lengi upp telja. Engum
dettur þó víst í hug að ætla, að ísland hafi
ekki átt og eigi ekki góöa og göfuga menn
í preststöðu. En hví gætir þess aldrei i
skáklsögum? Hafa ekki höfundar vorir
trú á því, að lýsa e'ns göfugum mönnum 1
])eirri stétt og öörum stéttum? Eöa hefur
engum ])eirra fundist ])aö geta verið sönn
mynd af íslensku lífi, ef göfugur og góður
prestur kæmi fram á sjönarsviöiö ? Og e~
þaö af sömu ástæöu, aö svo sjaldgæft er
aö vel kristnir leikmenn sé sýndir i sögum
vorum? Skáldsögur hverrar þjóöar se.u
er ættu að sýna lif hennar eins og í skugg-
sjá. Hví bera skáídsögur vorar vott um
annað hvort, aö lítiö er til af lifandi krist-
indómi hjá þióö vorri, eða að skáldsagna-
höfundar vorir hafa ekki glögt auga fyrir
])essháttar. En eins og ])aö er frá voru
sjónarmiði hinn mesti skaöi fyrir hverja
þjóö að eiga sem fæsta vel kr’stna menn
og konur til aö taka ])átt í þjóölífinu, eins
er þaö hinn mesti skaöi aö eiga fáar eöa
engar slikar persónur i bókmentum sinum.
Ekki neita jeg ])vi aö visu, aö oft er gaga-
legt og rétt aö fletta ofan af ])vi, setn mis-