Framtíðin - 01.05.1909, Qupperneq 9

Framtíðin - 01.05.1909, Qupperneq 9
F KAMTIÐIN 41 jafnt er í fari einstaklinga og stétta. En meiri trú hef jeg þó á göfugu dæmi. — Og einhliöa eru þær bókmentir, sem sýna ai5 eins hiö gallaða, en ekki hiö heilbrigöa. Æskilegt væri því, aö upp risi hjá þjóö vorri skáld, sem gæti sett sig inn í og skilið kristindómslíf þjóöarinnar eins og þaö er til heilbrigðast, og gera því svipuö skil og færir höfundar annara þjóöa hafa gert. En til þess þarf sá, sem það gerir, ekki að eins að vera skáld; hann þarf að eiga samhygð með því, sem hann er aö lýsa. Ómetanlegt gagn er það, sem annar eins maður og Ralph Connor í Winnip-g gerir með hinum fögru lýsingum sínum á heilbrigöu kristindómslífi. John Watson flan McLarenJ er annað gott.dæmi upp á kristið söguskáld, sem gert hefur heimin- um og kristninni mikið gagn með hinum göfgandi bókum sínum. Hvenær munum vér, íslehdingar, eignast aðra eins menn á svæði bókmenta vorra? Þeir, sem vilja þjóð sinni vel, ættu að óska eftir því, að ekki aö eins ranghverfan á kirkju og krisc- indómslífi hennar fái að koma fram í bók- mentunum. Ekki veitir af að halda á lofti því göfugasta, sem til er hjá þjóðinni, og það ætti engu síður aö vera efni í skáld- skap en hitt. ' ■essi hlutdrægni, sem komið hefur fram hjá íslensku söguskáldunum, er mjög ó- heppileg, hvar sem hennar verður vart i bókmentunum. Ekki síst þegar einhliða eða ósannar myndir eru dregnar upp, sem ætlast er til að kasti skugga á einhvern sérstakan málstað. Eins getur það haft óheppileg áhrif, þegar hlutdrægar myndir eru dregnar upp til að gera einhvern mál- staö glæsilegan, sem höfundurinn hefur mætur á. Það er svo hætt við, að höf- undurinn líti þá á mannlífiö gegnum gle.', sem er um of litað af flokksfylgi, svo að skáldskaparandi hans verði fjötraður hættulegum fjötrum. Sunt kristin sögu- skáld falla í þessa freistingu, og þótt þau geri það í þeim góða tilgangi að gera kristindómhm sem glæsilegastan, álit jeg atferli þeirra óheppilegt og rýrandi fyrir bókmentalegt gildi þess, sem þeir rita, og þann stuðning tel jeg vafasaman, sem þelr á þann hátt veita kristindóminum. —’ En alveg eins verður auðvitað að líta á þá hlutdrægni, sem hefur kristindóminn á hornum sér, og getur ekki látið hann njóta sannmælis. Hlutdrægnin i hverju efni sem er skekkir dómgreind skáldsins, og gerir skáldgáfu hans iðulega að ambátt flokksfylgisins. í bráð verður því, sem þannig er framleitt, vel líklega hampað at flokksmönnum svo sem frægu skáldverki, en tíminn leiðir i ljós, að það hefur að eins verið dægurfluga. ('Niðurl. næst) KJARKMIKILL UNGLINGUR. (Þýdd saga.J “Það er satt. Hann er fremur grannur, drengurinn, en hann hefur samt töluverð- an kjark,” sagði Pétur Malone um leið og hann leit ástúðlega á grannvaxna drenginn sinn. “Og ef þú gefur honum tækifæri, þá er óhætt um það, að hann sýnir full- komlega hvað hann getur,” ba'tti hann við. “Jeg býst við því,” sagði verkstjórinn. “En hvað gamall sagðirðu nú aftur að hann væri ?” “Átján ára á næstu páskum. Hann hef- ur verið skips-drengur i fjögur ár, og þeir segja inér, að enginn apaköttur klifri hærra en hann, né haldi sér betur, og eng- inn hafi betra vald yfir sjálfum sér efst í stórsiglunni heldur en Lárus. Hann ætlar sér að vera heima um tíma, og langar 3- sköp til þess að fá eitthvað að gera. Hann gæti hjálpað mér.” Verkstjóranum geðjaðist aö svipnum hans óg öllu útliti. þótt hann væri grannur. “Nú, rautiar er það á móti reglunni,” sagði hann loksins, “aö ráða dreng til anu- arar eins vinnu, sem er svo hættuleg: en það er best að hann sé hérna uppi tírna korn. Það sést þá hvort honum er sundl- gjarnt. En láttu vera að sýna af þér nokkur dirfskubrögð, drengur minn! Það er ckki staður til þess að leika neinar listir hérna uppi á grindinni á 25 loftuðu húsi.” “Já, jeg skil það. Og jeg þakka fyrir,” sagði pilturinn og var hinn kátasti.

x

Framtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.