Framtíðin - 01.05.1909, Side 11
F lt A M T 1 Ð I N
43
flýttu sér að stiganuni, en Lárus var fyrst-
ur upp á pallinn.
Feikna stálás hékk hátt uppi laus niður
úr krók lyftivélarinnar. Keðjan hafði
losnað. Annar endi ássins hafði fallið, og
kaðallinn, sem átti að stýra með, hafði
farið af. Og kaðallinn á hinum endanum
hafði kipst úr höndum mannanna, sem
áttu að stýra ásnum. Og þarna dinglaði
hann laus, og mátti búast við á hverri
stundu að hann losnaði úr keðjunni, sem
hann hékk í, og íæri svo á enda niður í
gegnum alla byggingar-grindina, gegnum
gólfin hálfbúin, þar sem fjöldi fólks var
við verk sitt.
Þá sá Lárus, sér til skelfingar, hvar
faðir hans lá á grúfu klofvega á bit-
anum, sem hann hafði verið að vinna
á. Asinn, sem losnað liafði, hafði lent í
hann og gert hann meðvitunarlausan. En
auk þess hafði höggið losað um bitann,
sem hann var á, svo að hann var nær því
hrokkinn af stallinum í hornstoðinni, sem
var verið að festa hann við. Ef ásinn
lausi skyldi rekast í hann aftur, þá var
hann óðar hrokkinn af, og Pétur Malotie
farinn, ef hann dytti ekki af fyr, um leiö
og hann raknaði úr rotinu.
Verkstjórinn, sem var rólegur og algáð-
ur, var þegar búinn að hugsa sér, hvað
gera þyrfti. Nú var tækifæri Lárusiv
komið . Fullorðiml eða þungur maður
mátti ekki fara út á bitann. Þvi hann gat
þá losnað af hristningnum.
“Komdu fljótt, drengur!” kallaði verk-
stjórinn.
Lárus lét ekki standa á sér. Var sam-
stundis búinn að taka af sér skóna. Verk-
stjórinn fleygði um hálsinn á honum stór-
t'm hring af kaðli, og lét svo annan minni
°fan á. “Bittu hann fastan við bitann,
smeygðu kaðli um ásinn, og sleptu svo kað-
alendanum niður. Farðu hægt eftir bit-
anum. Mjakaðu þér áfram svo hann
hristist ekki — mundu það, vegna föður
þins og sjálfs þín. Hæ! þið þarna niðri.
Tumi! aðvaraðu verkamennina !”
J'umi þaut að stiganum og varaði
verkamenn:na við, sem voru fyrir neðan.
Hinir stóðu og horfðu á 'Lárus. Hann tók
vel eftir því, sem verkstjórinn sagði, þreií
i kaðal, sem hékk niður úr bita fyrir ofa-i
þann, sem faðir hans lá hreyfingarlaus á,
handfangaði sig upp eftir honum upp að
stallinum, þar sem innri endi bitans lá,
sem faðir hans var á, hafði sig upp á hann
og stóð svo þarna uppréttur. Tuttugu og
fimm fet þurfti að ganga eftir bitanum 5
þumlunga breiðum og skjálfandi, og 263
fet frá jörðu, með ekkert til stuðnings
nema rólegt höfuð !
“Allir þegi‘ Truflið liann ekki! Hann
veit, hvað gera skal!” kallaði verkstjór-
inn. Hann tók eftir því, aö tveir menn
ætluðu að kalla til hans og gefa honum
bendingar.
Með augun á föður sínum þumlungaði
Lárus sig áfram, og stóð við endrurn og
sinnum til þess að kyrra bitann.
Alt í einu létti mönnunum, sem liorfðu á
drenginn. Hann sat klofvega á bitanum
og var að binda föður sinn fastan. Menn-
irnir ætluðu að hrópa, en verkstjórinn
aftraði því.
“Bíðið þangað til hann talar!” bauð
hann. “Horfið framan í hann! Ef and-
litið er rólegt, þá megið þið öskra af ykk-
ur höfuðið, ef þið viljið; ef ekki, þá þeg-
ið eins og steinar! Það er kjarkur í snáða.
En hann getur svimað. Sko ! hann stend-
ur á fætur.”
Lárus sagði ekki orð, leit ekki heldur
niður fyrir sig. Hann hafði annað að
gera. Hann var búinn að binda föður
sinn, en nú þurfti hann að ná til ássins,
sem laus var.
Fyrst dró hann undur hægt upp annan
fótinn, svo hinn. Haldið, sem hann hafði
um föður sinn, hjálpaði honum til þess að
komast upp. Hann skreið yfir hann, og
stóð svo uppréttur. Hópur af verkamönn-
um, sem komnir voru að, störðu á hann
með öndina i hálsinum.
Aftur þumlungaði hann sig áfram. Nær
og nær komst hann hornstoðinni. Loks-
ins náði hann í hana, hélt annari hendinni
um hana, sneri sér svo hálft við, og veif-
aði til mannanna. En þau hljóð, sem
heyrðust frá þe'm! En að eins augna-
blik. Hann var ekki búinn, tíminn naum-
1