Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 6
2
Guðs heilaga hjörð,
ei hentar þér vald eða upphefð á jörð.
í auðmýkt og sannleik er upphefðin þín,
sem æðra og fegurra’ en purpuri skín;
og vald þitt er fóigið, sem forðum var skráð,
í frelsarans náð.
Því höfuð þitt hef,
og heiminum lengur ei dýrðina gef;
hans vald sé þér hégómi’, hans vinátta gall.
hans vernd er þér ánauð, hans stuðningur fall.
„Hin himneska Zíon“, þess minnumst vér rnáls,
„vor móðir, er frjáls.“
Inngangsorð.
—0---
All-lengi hef eg haft hug á að gefa ut kristilegt tímarit,
þó að það hafi farist fyrir af ýmsum orsökum.
Ávallt síðan eg varð að leggja niður embætti mitt í þjóð-
kirkjunni fyrir þær sakir einar, að eg fylgdi ekki í öllu hinum
tíðkanlegu reglum við guðsþjónustu og kirkjulegar athafnir,
hef eg fundið til þess, hve nauðsynlegt væri að leitast við að
leiðrétta skoðanir manna á öllum slíkurn tilskipunum, og sýna
fram á, livaða gildi þær liafa samkvæmt orði guðs.
far við bættist að eg gjörðist þá forstöðumaður híns fyrsta
frjálsa kristna safnaðar hér á landi, og þá að sjálfsögðu um
leið einn af forvígismönnum hinnar nýbyrjuðu baráttu fyrir
fríkirkjumálinu.
Eg ritaði þá allmargar greinar í flest eða öll hin verald-
legu blöð vor. Þá var ekkert kirkjulegt tímarit geflð út á ís-
lenzku. í greinum þessum var eg mestmegnis að bera hönd
fyrir höfuð sjálfum mér og söfnuði mínum gegn ómildum
dómum í blöðunum, en þó meðfram að benda á þær megin-
regíur kristilegs frelsis, sem báðar þessar hreifingar styddust
við, mín gegn helgisiðaokinu og safnaðarins gegn veitingar-