Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 10
6 eru. Elskan til Jesú, frelsara þíns, mun þá leiða þig til að hafa mætur á orði hans, lesa það kostgæfilega og varðveita það, og andi guðs mun þá smárn saman auka skilning þinn og víðsýni, og láta nýtt og nýtt ljós í orðinu renna upp í sálu þinni. Guð gefl, að það megi verða. * * * En Jesús Kristur er ekki einungis hinn eini, eilífl og óbif- anlegi grundvöllur fyrir hjálpræði hvers þess, sem trúir á hann; heldur er hann einnig, í beinni afleiðingu af þessu, hinn eini, fasti og óraskanlegi grundvöllur kristilegrar kirkju, bæði að því er snertir kenningar um trú og siðferði, og einnig að því er kemúr til kirkjustjórnar, guðsþjónustu og alls fyrirkomu- lags í smáu sem stóru; og er það einmitt þetta, sem liggur eptir sambandinu í orðunum (1. Kor. 3,11): „enginn getur ann- an grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Krist- ur.“ Alveg hið sama er tekið fram í bréfinu til Efesusmanna 2. kap. 19.—21.: „Þér eruð þess vegna ekki framar gestir og framandi, heldur meðborgarar hinna heilögu og heimamenn guðs, byggðir yfir grundvelli spámannanna og postulanna, hvers hornsteinn Jesús Kristur er, sem öll hin samtengda bygging vex á til heilags musteris í drottni. “ Séu orð þessi klædd úr likingarbúningnum, sem þau eru í, og umskrifuð í alment mál, þá má með fæstum orðum taka meininguna fram á þessa leið: 1. Allur trúarboðskapur kristninnar á að vera byggður á því, sem spámennirnir og postulainir hafa ritað um Jesúm Krist, sérstaklega um sendiför þá, er hann tókst á hendur lnngað til jarðarinnar, um lífsstarf hans allt, dauða, upprisu og himnaför, um starf hans síðan hjá föðurnum og um það, er hann kemur innan skamms í dýrð sinni. 2. Öll siðferðisprédikun á að vera byggð á hinu eilífa og algilda lögmáli guðs, hinum lífskröptugu orðum, sem hann talaði sjálfur og reit með sjálfs sín flngri á steinspjöklin. 3. Allt fyrirkomulag kristinna safnaða á að vera byggt á tilskipunum Jesú Krists og postula hans. Já, þetta á þannig að vera, en hvernig hefur það verið? og hvernig er það? Það er ekki nóg með því, að það hefur verið misjafnt, sem byggt hefur verið ofan á grundvöllinn,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.