Fríkirkjan - 01.01.1899, Blaðsíða 18
14
mörg af þessum messuföllum eru að kenna hlutum, sem ekki
verður við ráðið, svo sem: illviðrum og ófærð (einkum á vetr-
um), ófærum ám, fjallvegum og öðrum þvílíkum farar-
tálma; löngum og torsóttum kirkjuveg, einkum í vetrar-
skammdegi;...................
.... Allt þetta, og jafnvel ýmislegt fleira, svo sem sjúk-
ieik eða önnur óumflýjanleg forföll sóknarprestanna á fleirum
eða færrum messudögum, verður sanngjarnlega að taka til
greina, áður en menn kveða upp liarða áfellisdóina yfir söfnuðum
eða prestum eða hvorumtveggja út af hinum mörgu messuföllum,
sem eiga sér stað hér á landi. “
Allt þetta, og sérstaklega hin síðasttilfærðu orð herra
biskupsins, sem vér höfum leyft oss að undirstrika, hefði pró-
fasturinn í Suðurmúlasýslu þurft að hugleiða, áður enn hann
kvað upp sinn harða áfellisdóm yfir fríkirkjusöfnuðinum í
Reiðarfirði og presti hans, fyrst á sýnódus 1897 og síðan í
Austra 27.—29. tölubl. 1898 — úr því honum nægði ekki
það, sem hverjum meðal-kennimanni mundi hafa nægt, nl.
að litast um hjá sínum eigin söfnuði og stinga hendinni í
sjálfs síns barm.
Ummæli prófastsins vöktu, sem vonlegt var, allmikla
eptirtekt, fyrst í Reykjavík og síðan út um landið, og hafa
án efa víða verið notuð til að hnekkja áhuga manna á frí-
kirkjumálinu. Þannig vitnaði einn af prestunum á héraðsfundi
Borgarfjarðarprófastsdæmis til þeirra, til að styðja mótmæli
sín gegn aðskilnaði ríkis og kirkju.
En sannleikurinn verður ekki rotaður með sleggjudómum
gegn þeim, sem af veikum mætti eru að reyna að berjast
fyrir honum.
Gmndvöllur fríkirkju,
—0—
Á sýnódus 1897, þegar fríkirkjumálið komst í fyrsta sinn
inn á þessa prestastefnu og var rætt þar alimikið, talaði dóc-
ent Jón Helgason „eindregíð á móti fríkirkjunni" og skýrir
sjálfur svo frá í blaðinu V. lj., að „aðalmergurinn í ræðu hans