Fríkirkjan - 01.03.1899, Side 3
indómur minnkandi; það varð s'mámsaman hin æðsta stjórn*
arfarsregla (pólitík) þeirra, sem kirkjunni áttu að stýra, að
halda alþýðu manna í sem allra mestri fáfræði, og umfram
allt að sjá svo um að enginn dropi af hinu hreina vatni fengi
náð sór út á meðal þjóðanna, nema gegnum hin óhreinu
eimitól kirkjunnar. Þessi pólitík tókst allt of vel, svo að í
stað hinnar heilsusamlegu kenningar kom kaþólskan með öll-
um sínum dýrðlingum, sem eru ekkert annað en guðir og
hálfguðir heiðninnar í nýjum búningi, með öllum sínum helgu
dómum, sem eru engu betri enn blæti (fetischar) liinna lægstu
villumanna, með auð og uppliefð, guðsþjónustu-skraut og ægi-
legt helgihald samhliða hinni svörtustu fáfræði og hinni megn-
ustu siðaspilling.
Það er hin mesta furða, og vottur um dásamlega hand-
leiðslu drottins, að hinn sanni kristindómur skyldi ekki með
öllu hverfa af jörðunni innan um þann myrkvið af mannasetn-
ingum, er kirkjan þá boðaði þjóðunum sem sáluhjálparmeðui,
og í hinni myrku miðaldaskólaspeki, sem var guðfræði þeirra
tíma.
En drottinn yfirgaf ekki söfnuð sinn á þessum þrautatíma.
Hann átti sér ávalt eptir skildar meiri eða minni leifar sann-
trúaðra manna, sem ekki beygðu kné sín fyrir Baal, og hann
gaf mörgum af þeim fyr og síðar djörfung til að hefja rödd
sína gegn spillingu kirkjunnar.
Gegn öllum slíkum röddum beitti kirkjan jafnaðarlega
einu og sama vopninu, valdinu, einkum hinum illa ræmda
rannsóknardómi; og hafa ótal margir sannleiksvottar á ýmsum
tímum og ýmsum stöðum orðið að láta lífið fyrir trú sína
fyrir ofsóknarvaldi kaþólsku kirkjunnar. Langt fram yfir sið-
bót Lúthers beitti hún þessu valdi sinu, og það var með
naumindum að Lúther slapp undan því. Karl keisari V. var
þó þeim mun betri enn Sigmundur, sá er keisari var, þá er
Húss var brendur, að sendiherra páfans gat með engu móti
fengið hann til að ónýta griðabréfið, er hann hafði gefið
Lúther. „Eg vú ekki roðna eins og Sigmundur", er mælt að
hann hafi sagt.
Og óhætt mun að segja, að andi hinnar kaþólsku kirkju
sé í þessu efni enn sá sami, sem í myrkrum miðaldanna,