Fríkirkjan - 01.03.1899, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.03.1899, Blaðsíða 16
•17 Vatnið er lífsskilyrði allrar hinnar lifandi náttúru. Það sem blóðið er fyrir likama voni, það er vatnið fyrir jörðina. Gegnum öflugt „æða“-net, sem útdreift er um jörðina í stærri og smærri greinum, berst varnið út í faðm stöðuvatnanna og úthafsins. Þaðan hefur það sig upp, borið af hinum hlýju sólargeislum og sveimar um hærri geima, dregst saman í smáa dropa og fellur aptur til jarðar, endandi sitt eilífa hring- skeið í bugðóttum smálækjum, suðandi straumi, hrynjandi fossum og ólgandi báruflaumi. J3að vefur með listalegustu gerð hin hvítu, gegnsæu sum- arskýjatjöld, það dregur hið þunga líkkiæði þrumuskýjanna yflr geisla-ásjónur hins heiðbláa himinhvolfs; það bregður marglit- aðar blómfestar úr hinum dýrðlega regnboga; það kveður sinn hljómfagra vöggusöng á sumarkvöldunum, en „nikurinn11 leikur undir á hörpu sína; það rymur sinn gnauðandi óm i hinum beljandi fossaföllum og kastar drifthvítu froðuflauminu yfir þúsund ára gamlar, sköllóttar klappirnar. Það gefur náttúr- unni lif og litblæ. — Svalaðu þér! Svalaðu þér á vatni! Sólin hefur um nokkurn tíma beint hinum brennandi geislum sínum niður á jörðina og þurkað upp jarðveginn. Tré og blóm beygja i þögulli örvæntingu höfuð sín, og út úr auga blómanna má lesa bænarhrópið: vatn! vatn! Þau þyrstir. Lifsandi þein-a dofnar. Þau þrá vatn. En nú feliur dembi- skúr. Hinn skrælnaði jarðvegur slokar í sig vatnið í ákefð mikilli; rætur alls grasvaxtar teygja út hina gómþurru munna sína og sjúga sér næringu úr hinum móðurlegu brjóstum jarðarinnar. Nýi' lífskraptur streymir gegnum æðar þeirra, af því þær hafa fengið að slökkva þorsta sinn í — vatni, þeim di-ykk, sem guð hefur gefið allri hinni lifandi sköpun. Blóm- ið hefur aptur upp höfuð sitt; það lyptir i gleði sinni tárvot- um þakklætisaugum upp til alföðurins, sem „klæðir akursins liljugrös.“ Trjáblöðin hvísla til skaparans „þökk sé þér“ fyrir hinn hressandi drykk, er gefur þeim aptur hinn lífgræna blæ. — Svalaðu þér á vatni! Lækurinn liðar sig fram eptir enginu. Sefgrænt belti auðkennir farveg lians. Hríslur og tré rétta út arma sína móti liinu lífgefandi vatni. Dýr skógarins slökkva þorsta sinn við rendur þess.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.