Fríkirkjan - 01.03.1899, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.03.1899, Blaðsíða 10
41 Á 11. og 12. Öld geisaði hann gegn Kaþörum, Albigensum og Valdensum. Sérhver veraldlegur eða andlegur valdsmaður, er hlífði villutrúarmanni, átti að missa embætti sitt, óðul og eignir. Hvert hús, er vOlutrúarmaður fékk hæii i, skyldi rífast til grunna. Þeir, sem voru grunaðir um villutrú, máttu enga hjálp fá í sjúkdómum, hvorki af iækni né nokkrum öðrum. Þegar biskuparnir þóttu vera orðnir of linir í sóknum, þá tók Gregor páfi IX. dómstól þennan úr höndum þeirra og fékk hann í hendur Dominikönum (svaitmunkum). Þ.að voru karlar, sem kunnu með hann að fara, enda kölluðu þeir sig sjálfa jafnaðarlega Domini cauls þ. e. hundar drottins. P’eir voru fundvísir að þefa upp villutrúarmennina, og höfðu ótak- markað vald til að handsama hvern þann, er þeim þótti grun- samur, og beita hverjum þeim píslum, ei- þeim hugsuðust, til að fá hann til að játa sökina. Rannsóknardómurinn komst á í mörgum löndum, en hvergi mun hann hafa verið eins skelfilegur eins og á Spáni. Frá 1481 til 1808 brenndi liann þar í landi 31,912 menn á báli, en 291,456 menn lét hann sæta ýmsum pyndingum. Dómstóll þessi með öllum píslartólum sinum og bálköstum var hæfilegt afsprengi þess hyldýpis myrkurs og syndar, sem hann var stiginn upp úr. „Hundar drottins" báru pápiskuna sigri hrósandi yfir lönd og iýði og krömdu hverjar leifar af sannri trú undir vagnhjólum faisguðsbáknsins. Allar athafnir rannsóknardómsins voru leynilegar og myrkri hjúpaðar. Ilinn grunaði var leynilega handsamaður og leyni- lega prófaður. Vini sína eða vandamenn fékk hann aidrei að sjá, og leit eigi dagsins ljós frá því, er hann var tekinn og þar til hann var brenndur. Opt voru við hátíðieg tækifæri margir menn brenndir í einu. Slíkar brennur voru kallaðar Auto da fé, en það þýðir: verk trúarinnar. Árið 1481 var það ákveðið, að Gyðingar skyldu teljast með villutrúarmönnum. reir voru auðugir; en fyrir árslokin voru 2000 af þeim brenndir að eins í einu biskupsdæmi. Á 129 árum fækkuðu íbúar á Spáni um 3 milliónir manna; sumir voru brenndir, S'imir gjörðU' landrækir; þeir, sem gátu, flúðu úr landi.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.