Fríkirkjan - 01.03.1899, Síða 12

Fríkirkjan - 01.03.1899, Síða 12
43 var til á þeim dögum; en á leiðinni týndi hún gjöfinni, og fékk J>aö henni mikillar áhyggju, því hún átti ekkert annað til að gefa. Hún féll þá á kné við hliðina á hinum föðurlausa unglingi og bað hinn himneska föður að blessa þau; en hún hafði litla hugmynd um, hvernig bæn hennar mundi verða heyrð. Húss lagði fyrir sig guðfræði, og varð síðar guðfræðis- kennari við háskólann, prestur við Betlehemskirkjuna í Prag og skriftafaðir drottningarinnar. Hann var því i mikiurn met- um við hirðina, en mælska hans og mannúð gegn ölium ávann honum álit og alþýðuhylli. Háskólinn í Prag var stofnaður af Karli keisara fjórða (1348), og sóttu þangað þúsundum saman námsmenn, bæði innlendir og frá öðrurn löndum. Einkum var i þá daga mikið um samgöngur milli Englands og Bæheims, því að Bikkarð annar Englandskonungur átti dóttur Karls 4.; varð það til þess að tengja saman iöndin, svo að kenningar Wycliff'es bárust til Bæheims og útbreiddust þar. Margir bælieimskir stúdentar gengu á háskólann í Oxford, og meðal þeina Hieronýmus, er síðar varð ástvinur Húss og fyigdi honum í lífi og dauða. Þannig kynntist Húss riturn Wycliffes og sannfærðist æ bet- ur unr hina mörgu villulærdóma kirkjunnar. A þeim dögum voru þrír páfar yfir kristninni og allt- í uppnámi, svo að þeir reyndu jafnvel hver um sig að hafa vigbúna hermenn, og til að standast þann kostnað, seldu þeir embætti kirkjunnar, syndalausn og fl. Húss prédikaði skovinort gegn öllum þessum ófögnuði, og móti óhæfu þeirri, er prestar og rhunkar höfðu í frammi með helga dóma og myndir, er áttu að geta gjört kraptaverk. — Erkibiskupinn í Prag kærði hann þá fyrir Alexander páfa hinum 5., og bauð páfi að brenna rit Wycliffes og áhangenda hans. Var það gjört, og Húss bannað að prédika í Betiehemskirkj- unni; en þó hélt hann áíram prestsstarfi sinu, og studdi Wenzel konungur hann til þess. Nýtt tilefni fékk Húss til að prédika gegn páfunum, þegar Jóhann páfi 23. árið 1412 lét boða til krossferðar gegn Lad- islaus konungi yfir Neapel, og hét hverjum manni fullkominni syndalausn, er taka vjldi þátt j henni, pejr snerust báðir t

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.