Fríkirkjan - 01.03.1899, Síða 4
36
þó hún geti nú ek'ki beitt sér á sama hátt. Hún viðurkennir
enn ekkert samvizkufrelsi; en hana vantar valdið, og er hún
nú sem óðast að færa sig upp á skaptið, til að ná því aptur.
Undirrótin til hinna mörgu svívirðinga kaþólsku kirkjunn-
ar og urn leið til þessarar mestu viðurstyggðar, ofsóknar-
andans, er sú, að ýmsar mannasetningar, sem fyr og síðar
hafa komizt inn í erflkenning kirkjunnar, eru metnar jafnt
guðs orði í heilagri ritningu, og jafnvel meira en það. Hin
yngsta af þessunr setningum er óskeikunarkenningin frá 1870.
Þegar siðbótarhöfundarnir á 16. öld tóku sér fyrir hend-
ur að hreinsa til í kirkjunni, og gengu á móti og útrýmdu
ýmsu því, sem hafði hefð í erfikenningunni, þá var náttúrlegt
að þeir yrðu spurðir eins og Kristur var spurður, þegar hann
hreinsaði musterið með að reka út þá, er seldu þar og keyptu.
Hann var spurður, af hvaða valdi eða myndugleika hann gjörði
það, og svipaðri spurningu urðu þeir að svara; þeir urðu að
gjöra grein fyrir, hvers vegna þeir neituðu að lúýða kirkjunni.
Þá settu þeir fram hina frægu grundvallarreghi sína:
„ritningin ein er regla fyrir trú og hferni kristinna manna“,
urn leið og þeir veittu hverjum einstökum manni ieyfi til að
rannsaka liana og þýða, eins og hann gæti bezt.
Kaþólskir menn byggja á ritningunni og erfikenninguimi,
mótmælendur á ritningunni einni. Þessar tvær meginreglur
standa hvor gagnvart annari nú, eins og á siðbótartímanum;
það eru þær, sem staðfesta djúpið* milli kaþólsku kirkjunnar
annars vegar og hinna mótmælandi kirkna hins vegar.
Pað verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim, sem vilja
vera sannir mótmælendur, að byggja trú sina eingöngu á
ritningunni. Hér á landi les margur guðhræddur alþýðumaður
*) Því miður mun nú í reyndinni þetta djúp vera farið að minka,
og það eingöngu á þann liátt, að mótmælendur hafa nálgast aptur
páfadóminn, líta nú öðrum augum á hann enn áðurogliafa eigi staðið
sem skyldi við hina frægu grundvallarreglu sína. Páfinn eróhreyttur;
liann kallar enn sína kirkju hina oinu sáluhjálplegu kirkju. En mót-
mælendur líta nú víst alment öðrum augum á páfann, enn gjört var á
siðbótartímanum. Lúther var þcss fulltrúa, að páfinn vrori Antikristur;
en nú er páfinn hafður í hávegum af mótinælandi þjóðum og liöfð-
ingjum.