Fríkirkjan - 01.03.1899, Qupperneq 13
44
gegn syndalausnarsölunni Húss og Hieronýmus, og voru liáðir
bannfærðir. Húss fór þá burtu úr Prag til Hussinecz, en
áhangendur hans fóru á eptir honum þangað, og prédikaði
hann þá opt undir berum himni fyrir þúsundum manna.
Nokkru síðar kom kirkjuþingið i Konstans (eða Kostnitz)
saman, og fór Iíúss þangað eptir ósk Sigmundar keisara og
fékk keisari honum griðabréf; vöruðu þó vinir hans hann við
að reiða sig á orð keisara. Þegar hann var þangað kominn,
lét Jóhann páfi hann vita, að bannfæring hans væri úr gildi
numin um stundarsakir og að hann væri í fullum griðunr fiá
kirkjuþingsins hálfu. Nokkru síðar var hann fenginn til að
mæta fyrir páfakúríunni; en þá lýstu kardínálarnir yfir því,
að hann væri kærður um villutrú; og var hann svo settur í
varðhald í svartmunkaklaustrinu.
Sigmundur keisari mótmælti þessu að vísu; en kardínálar
kváðu hann eigi mega skipta sér af aðgjörðum kirkjuþingsins,
og við villutrúarmenn væri honum ekki skylt að halda orð né
eið; veiferð kirkjunnar ætti að vera honum fyrir öllu. Þess-
ar og þvílíkar fortölur höfðu þeir fyrir keisara og lét hann þá
undan. En margir barónar og ríkir aðalsmenn sendu til
þingsins mótmæli sín gegn þessari svívirðingu.
Iíúss var gefið það að sök, að hann hefði ritað og prédik-
að gegn klerkavaldinu og páfanum, gegn munkum og dýrð-
lingadýrkun, gegn leyniskriptum og hreinsunareldi, gegn sálu-
messum og föstum, gegn sakramentum og tíund, í stuttu
máli gegn flestum hinum ríkjandi kirkjukreddum. Sumt af
því, er hann var kærður fyrir, kannaðist hann við, en sumt
ekki, og hélt því fast, fram, að eigi yrði dæmt eptir öðru en
heilagri ritningu um það, hvað rétt væri eða rangt í kenn-
ingum sinum, Kvaðst hann fús að kalla aptur allt það, er
eigi væri samkvæmt henni.
IIúss var lengi i varðhaldinu og illa haldinn. Hann kom
til Konstans 3. nóvember 1414, og var settur í varðhald
28. nóvember; en mál hans var ekki tekið fyrir fyr en 5.
júní árið eptir, og var hann þá orðinn sjúkur og máttfarinn
af illum aðbúnaði og vondri vist.
Meðan hann sat í varðhaldinu, ritaði hann meðal annars
bréf til eins af vinum sínum, og er þetta þar í: „Eg skrifa